Stjarnan 5 - 3 KR
1-0 Örvar Eggertsson ('20 )
1-1 Axel Óskar Andrésson ('30 )
2-1 Örvar Eggertsson ('47 )
3-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason ('55 )
4-1 Óli Valur Ómarsson ('78 )
4-2 Benoný Breki Andrésson ('86 )
4-3 Benoný Breki Andrésson ('88 )
5-3 Adolf Daði Birgisson ('90 )
Lestu um leikinn
Það var fjörugur leikur í Garðabænum í kvöld þegar heimamenn í Stjörnunni fengu KR í heimsókn.
Heimamenn komust yfir þegar Örvar Eggertsson kom boltanum í netið eftir skelfileg mistök hjá Rúrik Gunnarssyni. Hann ætlaði að senda boltann til baka á Guy Smit en hitti boltann illa og Örvar komst í hann og kláraði færið.
Axel Óskar jafnaði metin þegar hann fékk boltann inn á teignum og negldi honum í netið. Hann meiddist fyrr í leiknum en var staðráðinn að halda áfram.
Örvar skoraði annað mark sitt og annað mark Stjörnunnar strax í upphafi síðari hálfleiks. Eftir það þurfti Axel aðhlynningu og þurfti að lokum að játa sig sigraðann og var tekinn af velli.
Stuttu síðar fór Guðmundur Baldvin Nökkvason langt með það að gulltryggja Stjörnumönnum sigurinn. Þeir voru hins vegar ekki hættir. því Óli Valur var skyndilegea orðinn fremsti maður liðsins og skoraði fjórða markið og virtist vera að innsigla sigurinn.
Benoný Breka tókst að klóra í bakkann undir lok leiksins með tveimur mörkum. Aron Kristófer Lárusson var nálægt því að fullkomna endurkomuna en skot hans langt fyrir utan vítateiginn fór rétt framhjá.
Adolf Daði Birgisson gerði út um vonir KR-inga þegar hann fór ansi illa með varnarmenn liðsins og vippaði yfir Guy Smit.