Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 16. maí 2024 21:38
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu markið: Töfrabrögð Adolfs Daða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan vann 5-3 sigur gegn KR í stórskemmtilegum leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Stjarnan komst í 4-1 en KR skoraði tvívegis og bjó til spennu í lokin.

En þá innsiglaði Adolf Daði Birgisson, leikmaður Stjörnunnar, sigurinn með fallegasta marki leiksins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Ólafur Kristjánsson sem lýsti leiknum á RÚV 2 lýsti markinu sem töfrabrögðum hjá Adolfi Daða og sagði það vera kirsuberið ofan á tertuna í frábærum fótboltaleik.

Hér að neðan má sjá þetta glæsilega mark hjá þessum nítján ára leikmanni. Stjarnan verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á þriðjudaginn


Athugasemdir
banner
banner