Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 16. júní 2025 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Breiðablik á toppinn eftir sigur í Boganum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 0 - 2 Breiðablik
0-1 Birta Georgsdóttir ('15 )
0-2 Birta Georgsdóttir ('34 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er komið á toppinn í Bestu deild kvenna eftir sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í dag.

Gestirnir byrjuðu leikinn mun betur og Birta Georgsdóttir fékk upplagt tækifæri til að koma liðinu yfir snemma leiks. Hún komst í gegn en skot hennar ekki gott og boltinn fór framhjá.

Hún bætti hins vegar upp fyrir þetta þegar hún komst aftur í gegn og í þetta sinn setti hún boltann framhjá Jessicu Berlin og í netið.

Blikar héldu áfram að sækja en Þór/KA náði að nappa þær nokkrum sinnum í rangstöðunni. Birta skoraði hins vegar annað mark sitt og annað mark Breiðabliks eftir rúmlega hálftíma leik. Hún fékk boltann inn á teignum og Hulda Björg datt beint fyrir framan hana og eftirleikurinn auðveldur.

Ellie Rose Moreno var nálægt því að minnka muninn fyrir Þór/KA strax í upphafi seinni hálfleiks en Telma Ívarsdóttir varði vel frá henni.

Sandra María Jessen var hársbreidd frá því að setja spennu í leikinn í uppbótatíma en skotið í slánna.

Fleiri mörk urðu ekki skoruð og Breiðablik er búið að jafna Þrótt að stigum á toppnum en Blikar eru með mun betri markatölu. Þór/KA er áfram í 4. sæti með 15 stig.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 10 8 1 1 40 - 7 +33 25
2.    Þróttur R. 10 8 1 1 23 - 8 +15 25
3.    FH 10 7 1 2 23 - 11 +12 22
4.    Þór/KA 10 6 0 4 19 - 16 +3 18
5.    Fram 10 5 0 5 14 - 21 -7 15
6.    Valur 10 3 3 4 12 - 14 -2 12
7.    Stjarnan 10 4 0 6 11 - 22 -11 12
8.    Tindastóll 10 3 1 6 15 - 20 -5 10
9.    Víkingur R. 10 2 1 7 16 - 26 -10 7
10.    FHL 10 0 0 10 4 - 32 -28 0
Athugasemdir
banner
banner