
Í síðustu viku var landsliðshópur Íslands fyrir EM opinberaður og þá ljóst hvaða 23 leikmenn verða fulltrúar okkar á mótinu í Sviss.
Flestar þær sem voru í hópnum deildu ánægju sinni á samfélagsmiðlum og var ein þeirra Diljá Ýr Zomers, sem kemur aftur inn í hópinn eftir meiðsli.
Flestar þær sem voru í hópnum deildu ánægju sinni á samfélagsmiðlum og var ein þeirra Diljá Ýr Zomers, sem kemur aftur inn í hópinn eftir meiðsli.
Hún birti skemmtilegar myndir af sér og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sem er einnig í hópnum. Diljá og Karólína æfðu saman í yngri flokkum í FH og birti sú fyrrnefnda gamla mynd af þeim úr FH. Birti hún líka mynd af þeim í landsliðinu í dag.
Afar skemmtilegt en shesaballer, vinsæll reikningur á Instagram, deildi þessari færslu til fylgjenda sinna og er þetta að fá nokkra athygli eins og sjá má hér fyrir neðan.
„Stolt og heiður sem fylgir því að vera fulltrúi þjóðar minnar á EM 2025. Draumur lítillar stelpu," skrifar Karólína sjálf við færslu á Instagram en það er án efa draumur allra þeirra sem byrja í fótbolta hér á landi að spila fyrir Ísland á stórmóti.
Athugasemdir