Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 16. júlí 2021 19:56
Victor Pálsson
Lengjudeildin: Grindavík bjargaði stigi eftir að hafa lent 0-2 undir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 2 - 2 Þór
0-1 Birgir Ómar Hlynsson ('29 )
0-2 Jóhann Helgi Hannesson ('53 )
1-2 Aron Jóhannsson ('69 )
2-2 Sigurður Bjartur Hallsson ('76 )

Lestu um leikinn

Grindavík mistókst Kórdrengi að stigum í Lengjudeild karla eftir leik við Þór Akureyri í 12. umferð sumarsins.

Grindavík var fyrir leikinn með 19 stig í fjórða sæti deildarinnar og sat Þór í því áttunda með 15 stig.

Kórdrengir unnu góðan 1-0 útisigur á Selfoss í gær og lyfti og komst þremur stigum á undan Grindvíkingum í þriðja sæti deildarinnar.

Þeir gulklæddu gátu svarað fyrir sig í kvöld með sigri en þurftur að lokum að sætta sig við eitt stig eftir að hafa þó lent 2-0 undir.

Þór komst í 2-0 með mörkum frá Birgi Ómari Hlynssini og Jóhanni Helga Hannessyni og var í kjörstöðu í seinni hálfleik.

Þeir Aron Jóhannsson og Sigurður Bjartur Hallsson svöruðu þó fyrir heimaliðið sem fékk eitt stig að lokum.

Það er aðeins eitt lið sem eignar sér toppsætið en það er Fram sem er með níu stiga forskot á ÍBV sem situr í öðru sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner