Arsenal gefst upp á Nico Williams - Fabio Vieira aftur til Porto - Brighton nær samkomulagi við Fenerbahce - Greenwood skiptir um landslið
   þri 16. júlí 2024 11:35
Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn tók varnarmennina til hliðar og lagði línur - Héldu loksins hreinu
Brynjar Björn og Rúnar Páll fyrir leikinn í gær.
Brynjar Björn og Rúnar Páll fyrir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson var mættur í Fylkisgalla í sínum fyrsta leik í gær þegar liðið vann 3 - 0 heimasigur á ÍA í Bestu-deild karla.

Brynjar Björn hafði á dögunum verið ráðinn aðstoðarmaður Rúnars Páls Sigmundssonar þjálfara Fylkisliðsins og nú var komið að fyrsta leiknum.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Fylkir hefur verið í basli á Íslandsmótinu í sumar og fyrir leikinn í gær höfðu þeir fengið á sig 36 mörk, voru í botnsætinu.

Brynjar Björn hefur greinilega fengið það verkefni að bæta varnarleik liðsins því síðasta kafla upphitunarinnar fyrir leikinn kallaði hann varnarmennina fjóra til sín og fór með þeim yfir nokkur undirstöðu atriði.

Það virkaði því liðið hélt hreinu í fyrsta sinn síðan í markalausa jafnteflinu gegn Val heima í 2. umferðinni. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru við þetta tilefni.
Athugasemdir
banner
banner
banner