Margir leikmenn og meðlimir í starfsteymi íslenska karlalandsliðsins veiktust í ferð liðsins til Tyrklands fyrir viku síðan.
Allavega tveir gátu ekki spilað um liðna helgi vegna veikindanna. Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn, er annar þeirra og ræddi hann um veikindin í viðtali við Fótbolta.net í dag. Gylfi Þór Sigurðsson hafði þá glímt við magakveisu fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi.
Allavega tveir gátu ekki spilað um liðna helgi vegna veikindanna. Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn, er annar þeirra og ræddi hann um veikindin í viðtali við Fótbolta.net í dag. Gylfi Þór Sigurðsson hafði þá glímt við magakveisu fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi.
„Við erum ekki búin að ná höndum yfir það hvað kom upp á. Það er líklegast að það hafi verið einhver vírus í gangi. Þetta er bara hlutur sem getur gerst og því miður voru einhverjir sem náðu sér í einhverja pest og misjafnt hvernig það fór í mannskapinn," segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, við Fótbolta.net í dag.
„Það virðist ekki vera hægt að rekja þetta til einhverjar matareitrunar, þetta er bara einhver vírus held ég, án þess að geta fullyrt það."
Að venju fór kokkur út með íslenska hópnum. „Við vorum með allt okkar upp á tíu, það var allt í toppmálum hvað varðar hreinlæti og slíkt. Mögulega var einhver vírus í gangi sem smitaðist inn í hópinn. Stundum er þetta bara svona," segir Jörundur sem var ekki með staðfestar tölur um fjölda smitaðra.
„Þetta er bara leiðinlegt og vonandi eru allir orðnir hressir. Ég er ekki með það staðfest hvort það voru fleiri (en Arnór) sem gátu ekki spilað. Það voru misjöfn einkenni hjá fólkinu sem fór í þessa ferð. Við vonumst til þess að allir séu orðnir frískir," segir Jörundur.
Ísland vann Svartfjallaland 2-0 föstudaginn 6. september en tapaði svo 3-1 gegn Tyrklandi fyrir viku síðan. Báðir leikir voru í Þjóðadeildinni sem heldur áfram í október þegar Ísland tekur á móti Tyrklandi og Wales á Laugardalsvelli.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 2 | 1 | 1 | 0 | 3 - 1 | +2 | 4 |
2. Wales | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
3. Ísland | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 - 3 | 0 | 3 |
4. Svartfjallaland | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 4 | -3 | 0 |
Athugasemdir