Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 14. september 2024 21:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Margir íslenskir landsliðsmenn veiktust í Tyrklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska landsliðið fór vægast sagt í fýluferð til Tyrklands á dögunum en margir leikmenn veiktust í kjölfarið.

Íslenska liðið vann góðan sigur á Svartfjallalandi hér heima í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar en fór síðan til Tyrklands og tapaði gegn heimamönnum.


Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fengu fimmtán landsliðsmenn magakveisu sem og einhverjir úr teymi landsliðsins.

Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Preston, og Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn, voru sem dæmi ekki með sínum liðum í dag vegna veikinda.

Stefán Teitur var frábær í báðum landsleikjunum og var valinn maður leiksins í þeim báðum að mati Fótbolta.net. Arnór kom inn á sem varamaður gegn Svartfjallalandi en spilaði ekki gegn Tyrklandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner