Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 16. október 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Atletico Madrid vill fá Fabregas
Fabregas er á óskalista Atletico.
Fabregas er á óskalista Atletico.
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Atletico Madrid hefur áhuga á að fá Cesc Fabregas, miðjumann Chelsea, í sínar raðir.

Samningur Spánverjans við Chelsea rennur út næsta sumar.

Fabregas hefur leikið reglulega fyrir Chelsea undir stjórn Maurizio Sarri en hann var að glíma við meiðsli í upphafi tímabills.

Samkeppnin á miðju Chelsea er ansi hörð en þar eru N'Golo Kante, Mateo Kovacic, Jorginho, Ross Barkley og Ruben Loftus-Cheek í harðri baráttu

Chelsea byrjar tímabilið af miklum krafti og Fabregas er hæstánægður með Sarri.

„Ég vildi óska þess að hann hefði komið fyrr, þetta er frekar seint á mínum ferli. Ég myndi elska það að vera áfram hjá félaginu, ég hef verið mjög ánægður í fjögur og hálft ár. Við höfum notið mikillar velgengni og unnið margt," segir Fabregas.

„Ég tel mig eiga mikið eftir á tanknum en félagið ræður þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner