Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 13:30
Arnar Helgi Magnússon
Þriðji leikurinn sem að Burnley á ekki skot á mark
Liðsmenn Burnley hafa ekki náð að fagna neitt sérstaklega oft á tímabilinu.
Liðsmenn Burnley hafa ekki náð að fagna neitt sérstaklega oft á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Lið Burnley hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni en sem stendur er liðið í sautjánda sæti deildarinnar. Einu sæti frá fallsæti.

Liðið mætti Tottenham á Wembley í gær og lauk leiknum með 1-0 sigri heimamanna. Burnley unnið einn leik af síðustu tíu í deildinni.

Íslenski landsliðsmaðurinn, Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Burnley vegna smávægilegra meiðsla í gær.

Burnley náði ekki skoti á markið í leiknum í gær og er þetta í þriðja skipti á leiktíðinni sem að það gerist.

Burnley hefur skorað fimmtán mörk í deildinni en aðeins Huddersfield, Southampton og Newcastle hafa gert færri. Veðbankar telja nú líklegast að Burnley fari niður um deild ásamt Hudderfielld og Fulham.



Athugasemdir
banner
banner
banner