Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fös 16. desember 2022 16:00
Fótbolti.net
„Eins og við hefðum misst Kára Árna rétt fyrir leik og Raggi Sig hefði byrjað leikinn tæpur"
Besta miðvarðapar í sögu Íslands.
Besta miðvarðapar í sögu Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Saiss og Aguerd í baráttunni við Michy Batshuayi í riðlakeppninni. Miðverðirnir áttu frábært mót.
Saiss og Aguerd í baráttunni við Michy Batshuayi í riðlakeppninni. Miðverðirnir áttu frábært mót.
Mynd: EPA
Þeir Davíð Snorri Jónasson, Elvar Geir Magnússon, Óðinn Svan Óðinsson og Sæbjörn Steinke ræddu um undanúrslitaleikina á HM í síðasta HM hringborði. Davíð Snorri er þjálfari U21 landsliðsins og Óðinn er fréttamaður á RÚV.

Rætt var um Marokkó sem féll úr leik eftir 2-0 tap gegn Frakklandi. Liðið varð fyrir blóðtöku rétt fyrir leik þegar kom í ljós að Nayef Aguerd gat ekki spilað leikinn og snemma leiks þurfti fyrirliðinn Romain Saiss að fara af velli vegna meiðsla. Þeir höfðu myndað eitt allra öflugasta miðvarðapar móts. Þá fór vinstri bakvörðurinn Noussair Mazraoui, sem er samningsbundinn Bayern Munchen, af velli í hálfleik.

„Er þetta ekki svolítið eins og við hefðum misst Kára Árna rétt fyrir leik og Raggi Sig hefði byrjað leikinn tæpur og farið út af eftir fimm mínútur?" velti Óðinn fyrir sér. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt hvað þeir díluðu samt vel við þetta. Ég hélt þegar þeir fengu mark á sig snemma að þetta myndi þá hrynja. En það er töggur í þessu marokkóska liði og þeir stoppuðu ekkert," bætti Óðinn við.

„Saiss var að spila meiddur, átti aldrei að byrja þennan leik," sagði Elvar Geir.

„Alls ekki, það er erfitt þegar þú ert búinn að fara í gegnum þetta allt, þú ætlar að harka þig í gegnum leikinn. Ég skil alveg að menn ætli sér að gera það. En þegar það kemur niður á liðinu þá verðuru að taka skiptinguna. Báðir hafsentarnir í svona svakalega rútíneruðu liði, þetta er eins og þú segir: Kári er off, Raggi er off," sagði Davíð Snorri.

„Ég hefði bara slökkt," sagði Óðinn.

„Hefðir þú Davíð, sem þjálfari, verið pirraður við leikmennina að vera ekki skýrari með stöðuna á sér," spurði Sæbjörn. Davíð Snorri er þjálfari U21 landsliðsins.

„Þú sem þjálfari hugsar að þetta eru 90 mínútur, kannski framlenging og vító. Þú vonar að liðið byrji vel, detti í gír og haft þetta þægilegt. Hafsentarnir hafa verið verndaðir svakalega vel af miðjunni og þurfa ekki að taka löng hlaup, hafa náð að halda andstæðingunum fyrir framan sig. Þú hugsar að þetta sé mikilvægasti leikurinn, frekar byrjar leikmaðurinn og svo séð hvað gerist - frekar en að hafa hann á bekknum," sagði Davíð.

Rætt er um breyttar færslur í liði Marokkó, fimm manna varnarlínu og heilmargt fleira í tengslum við seinni undanúrslitaleikinn. Hægt er að nálgast upptöku af þættinum hér að neðan og á öllum hlaðvarpsveitum.

HM hringborðið er í boði NETGÍRÓ
Jólareikningur Netgíró er kominn í loftið. Allt sem þú verslar með Netgíró í nóvember og desember geturu borgað í febrúar. Þú getur kynnt þér málið nánar á Netgíró.is.
HM hringborðið - Þeir bestu leika til úrslita
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner