Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   þri 17. janúar 2023 13:27
Elvar Geir Magnússon
Marsch spurður út í stöðu Leeds, Sinisterra, Rutter og fleira
Luis Sinisterra í leik með Leeds.
Luis Sinisterra í leik með Leeds.
Mynd: EPA
Georginio Rutter.
Georginio Rutter.
Mynd: Leeds
Leeds og Cardiff mætast á morgun í endurteknum leik í FA-bikarnum. Jesse Marsch stjóri Leeds fór yfir ýmis mál, þar á meðal meiðslastöðunam, á fréttamannafundi í dag.

Hann sagði meðal annars frá endurkomu Luis Sinisterra en þessi 23 ára kólumbíski vængmaður meiddist gegn Fulham í október.

„Luis Sinisterra leit frábærlega út á æfingu í gær og við erum spenntir yfir því að fá hann til baka," segir Marsch.

„Adam Forshaw, Stuart Dallas og Archie Gray verða allir frá í þessum leik. Þá er Liam Cooper tæpur. Hann varð fyrir furðulegum hnémeiðslum á æfingu í gær, sjáum hvað gerist."

Um Patrick Bamford sem er kominn aftur í leikmannahópinn eftir nárameiðsli:
„Honum líður vel en við þurfum að sýna skynsemi og taka ekki neina áhættu með hann. Líkamlega og andlega virðist hann í góðum málum. Ég veit ekki hvort hann byrji á morgun," segir Marsch.

Dínamískur leikmaður
Leeds gekk um helgina frá kaupum á Georginio Rutter, tvítugum frönskum sóknarmanni frá Hoffenheim, á 35 milljónir punda. Marsch tjáði sig um nýja leikmanninn.

„Ég fylgdist lengi með Georginio og tel að hann sé dínamískur leikmaður með mikla hæfileika og svigrúm til að verða enn betri. Hann er jafnvígur á báða fætur. Við höfum komist að því hversu mikið hann er tilbúinn að leggja á sig og hversu mikið hann vill afreka. Ég er bjartsýnn á að hann verði fljótur að aðlagast," segir Marsch.

Um leikinn á morgun
Bikarleikur Leeds og Cardiff verður klukkan 19:45 annað kvöld.

„Ég tek bikarleikjum alltaf alvarlega. Byrjunarliðið í fyrri leiknum gegn Cardiff hefði verið það sama ef við hefðum verið að spila deildarleik. Við gáfum tvö mörk í síðasta leik en við getum tekið það jákvæða úr tapinu gegn Aston Villa og sýnt að við erum tilbúnir fyrir þessa mikilvægu leiki sem eru framundan," segir Marsch.

Vonbrigði að liðið hafi ekki þróast hraðar og betur
Í ensku úrvalsdeildinni situr Leeds í fjórtánda sæti og er aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

„Ég skil þá pressu sem er á mínu starfi sem stendur. Ég get bara sagt að ég er brattur og bjartsýnn. Ég er óánægður með að við höfum ekki þróast hraðar og betur. Það er mín ábyrgð. Ég þarf að finna leið til að við bætum okkur hraðar," segir Marsch.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner