Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Barcelona vill Díaz en buddan er hindrun
Mynd: EPA
Spænska blaðið Sport segir að Barcelona hafi áhuga á að fá Luis Díaz, sóknarleikmanni Liverpool.

Barcelona vill fá inn leikmann til að spila á vinstri vængnum og þar er Díaz sagður efstur á óskalistanunum. Fjárhagsmál Barcelona eru hinsvegar viðkvæm og reynast hindrun.

Deco íþróttastjóri Barcelona telur að Díaz smellpassi inn í Barcelona liðið. Geta hans til að vinna á litlum svæðum geri hann hentugri en Nico Williams sem félagið hefur reynt við. Williams þurfi opnara svæði til að njóta sín.

Díaz er 28 ára og er samningsbundinn til 2027 og þreyfingar um nýjan samning við Liverpool hafa gengið hægt.
Athugasemdir
banner
banner
banner