Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 17. mars 2019 18:23
Arnar Helgi Magnússon
England: Gylfi skoraði í sigri Everton á Chelsea
Mynd: Getty Images
Everton 2 - 0 Chelsea
1-0 Richarlison ('49 )
2-0 Gylfi Sigurdsson ('72 )

Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum þegar Everton sigraði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk nú rétt í þessu.

Richarlison kom Everton yfir snemma í síðari hálfleik en boltinn barst til Brassans eftir klafs sem að myndaðist í teig Chelsea eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Everton fékk vítaspyrnu á 72. mínútu þegar Marcos Alonso braut á Richarlison innan vítateigs.

Gylfi Þór Sigurðsson fór á vítapunktinn en hann lét Kepa Arrizabalaga verja frá sér, það kom þó ekki að sök því að Kepa missti boltann út í teiginn og Gylfi náði frákastinu og skoraði. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 2-0 sigur Everton staðreynd.

Gífurlega mikilvægur sigur fyrir Everton-liðið sem hefur verið í allskonar vandræðum undanfarnar vikur. Chelsea er nú þremur stigum frá fjórða sætinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner