Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 17. mars 2023 11:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það er fullt af lúserum í Tottenham liðinu"
Eric Dier, lúser að mati Ingimars.
Eric Dier, lúser að mati Ingimars.
Mynd: Getty Images
Ekki langt eftir hjá Conte.
Ekki langt eftir hjá Conte.
Mynd: Getty Images
Ingimar Helgi Finnsson ræddi um sína menn í Tottenham í síðast þætti Enska boltans hlaðvarpsins. Til umræðu var endurkoma Chelsea gegn Dortmund í Meistaradeildinni. Tottenham tókst ekki að slá út AC Milan vikunni áður. Bæði Tottenham og Chelsea voru 1-0 undir eftir útileikina.

Af hverju gat Chelsea komið til baka en ekki Tottenham?

„Mér fannst mínir menn hörmulegir og komust aldrei úr fyrsta gír. Það er náttúrulega fullt af lúserum í Tottenham liðinu, sem eru búnir að vera þarna í mörg, mörg ár. Þegar tíminn kemur þá bara hrynja þeir," sagði Ingimar.

„Ef þið viljið fá eitt nafn þá getum við nefnt Eric Dier."

Ingimar hélt svo áfram og ræddi um stjórann Antonio Conte sem mun líklega klára tímabilið og yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar.

„Ég veit að leikmenn segja út á við að hann sé þeirra gæi, en það er búið að minnka helling. Hvernig Conte talar í fjölmiðlum hlýtur að skemma móralinn hægt og bítandi í liðinu."

„Svo var þessi skipting... Ég veit það þurfti að ná einhverju jafnvægi í liðið, en að setja Davinson Sanchez inn á fyrir Dejan Kulusevski þegar þú þarft mark. Þú verður alltaf dæmdur á svona skiptingum í sögunni. Það er alltaf talað um augnablikið sem það varð augljóst að Nuno yrði rekinn frá Tottenham. Þá setti hann Steven Bergwijn inná fyrir Lucas Moura gegn Manchester United, fræg skipting. Menn hafa keppst um að líkja þessum tveimur skiptingum saman,"
sagði Ingimar.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Sættir sig við að Arsenal verði meistari
Athugasemdir
banner
banner
banner