Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 08:22
Elvar Geir Magnússon
Ari Sigurpáls semur við Elfsborg til 2029
Ari fagnar 22 ára afmæli sínu í dag.
Ari fagnar 22 ára afmæli sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Sigurpálsson fer til Svíþjóðar á morgun og mun þá skrifa undir samning til ársins 2029.

Hann kemur til liðsins frá Víkingi þar sem hann vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína, bæði í Bestu deildinni og Sambandsdeildinni.

Íþróttablaðamaðurinn Daniel Kristoffersson hjá Sportbladet segir að gengið verði formlega frá kaupum á Ara á morgun.

Ari er 22 ára kantmaður sem hefur verið eftirsóttur af mörgum félögum í Svíþjóð en er nú á leið til Elfsborg og verður liðsfélagi Júlíusar Magnússonar sem gekk til liðs við Elfsborg frá Fredrikstad í janúar.

Ari og Júlíus léku saman með Víkingi áður en Júlíus hélt i atvinnumennsku.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner