Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. apríl 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV í Pepsi-deild karla er spáð 9. sæti í deildinni. Í dag er það sóknarmaðurinn, Arnór Gauti Ragnarsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Arnór Gauti Ragnarsson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Dettur ekkert í hug í augnablikinu

Aldur: Tvítugur

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015 minnir mig

Uppáhalds drykkur: Það er fátt sem toppar Lucozade

Uppáhalds matsölustaður: Er mikið fyrir Hanann og Fresco svo er ég líka duglegur að henda mér á Tokyo Sushi

Hvernig bíl áttu: Toyota Yaris, algjör tussutryllir

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ætli það sé ekki bara Friends og How I Met Your Mother

Uppáhalds tónlistarmaður: Úff þeir eru nokkrir er mikið að hlusta á Drake þessa dagana svo er það Kaleo, DaeDae og Aron Can. Svo er það bara flesti, hlusta á tónlist allan sólarhringinn

Uppáhalds samskiptamiðill: Snapchat og Instagram

Skemmtilegasti "vinur" þinn á Snapchat: Hjálmar Örn! Þvílikur snillingur

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Einfalt... daim, jarðaber og hockeypulver klikkar ekki

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "heyri betur í þér þegar þú ert kominn á hótelið" frá múttunni

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KA þegar faðir manns er nefndur í höfuðuð á Þór er erfitt að segja eitthvað annað

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: hef aldrei mætt einhverju rosanafni, hef bara spilað með Emre Mor og Thiago Silva

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Elli Helga er svindl

Sætasti sigurinn: Bikarævintýrið í fyrra á móti KR, unnum þá 2-1 eftir framlengingu það var vel sexy

Mestu vonbrigðin: Tapið á móti Fjölni í bikarúrslitunum 2015 í vító, alveg grátlegt

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri alltaf til í einn Andra Yeoman

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Myndi taka hlaupabrautina af Laugardalsvellinum, grafa völlinn niður, byggja stúkuna nær og klára hringinn.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Alfons Sampsted og að sjálfsögðu Selma Sól Magnúsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Erfitt að keppa á móti Oliver Sigurjóns

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Líklegast Elín Metta

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Bjarni Gunn

Uppáhalds staður á Íslandi: Pizzabærinn (Mosfellsbær)

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar við vorum í Georgíu með U21 þá var Alfons Sampsted vinur minn eitthvað að tala um að hann skori svo sjaldan mörk í leikjum. Ég hét á hann að ef hann myndi skora á móti Georgíu þá myndi ég fá mér tattoo með nafninu hans. Og vitir menn hann skoraði gullfallegt mark eftir stoðsendingu frá mér. Ef videoið af markinu er skoðað sést að ég tek um höfðuðið á mér þegar hann setur hann, ég fattaði strax hvað ég var búin að koma mér útí og að sjálfsögðu mun ég standa við þetta loforð.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Setja í mig linsurnar.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Mest megnis með Amerískum fótbolta, svo auðvita mikið með körfunni og handboltanum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Eins og staðan er í dag þá er það Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Danskan, bara næ þessu tungumáli ekki

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: hef voðalega lítinn áhuga á Eurovision en ef það væri eitthvað þá væri það Wild Dances með Ruslana

Vandræðalegasta augnablik: Það var líklegast þegar ég var í 8. bekk og tók það á mig að spurja heimilisfræði kennarann minn hvernær hún ætti von á barninu, hún átti rosa erfitt með að svara því það var ekkert barn á leiðinni.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Myndi alltaf taka með mér Atla Sigurjóns annað er ekki hægt, svo myndi ég taka Guðjón Pétur því maðurinn myndi redda öllu, svo tækimaður bara Ásgeir Sigurgeirsson því eins og staðan er núna þá er hann að spjalla við mig uppúr svefni væri hægt að rugla eitthvað í honum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er með sturlað mikla táar fóbíu og ég verð að hafa hljóðstyrkinn í sléttri tölu

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: ÍBV
Kristján Guðmunds: Allt annar veruleiki en liðin á höfuðborgarsvæðinu upplifa
Landsliðsmaðurinn sem byrjaði 16 ára að æfa mark
Athugasemdir
banner
banner