banner
banner
föstudagur 29. mars
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
fimmtudagur 28. mars
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Barcelona W 2 - 0 SK Brann W
PSG (kvenna) - Hacken W - 20:00
Vináttulandsleikur
Argentina U-16 2 - 3 Cote dIvoire U-16
Czech Republic U-16 - Mexico U-16 - 17:30
France U-16 5 - 1 Saudi Arabia U-16
Japan U-16 - Wales U-16 - 17:30
mán 17.apr 2017 12:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Landsliðsmaðurinn sem byrjaði 16 ára að æfa mark

Derby Carillo, markvörður ÍBV og landsliðsmarkvörður El Salvador, byrjaði ekki að æfa mark fyrr en hann var 16 ára gamall. Fram að því lék Derby hinar ýmsu stöður á vellinum og þá mest í fremstu víglínu. Derby ólst upp í Bandaríkjunum en hann þótti mjög efnilegur framherji á sínum tíma.

Derby byrjaði ekki að æfa mark fyrr en hann var 16 ára gamall.  Í dag er í landsliði El Salvador.
Derby byrjaði ekki að æfa mark fyrr en hann var 16 ára gamall. Í dag er í landsliði El Salvador.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freddie Ljungberg og Kasey Keller voru ekki vinir:  „Kasey lét hann heyra það og spurði hvað í andskotanum hann væri að gera?  Maður fann spennuna  í klefanum.  Það þurfti að ýta þeim í sundur og menn skiptust í lið með Kasey eða Ljungberg.”
Freddie Ljungberg og Kasey Keller voru ekki vinir: „Kasey lét hann heyra það og spurði hvað í andskotanum hann væri að gera? Maður fann spennuna í klefanum. Það þurfti að ýta þeim í sundur og menn skiptust í lið með Kasey eða Ljungberg.”
Mynd/Getty Images
Faðir Derby er frá El Salvador og því er hann gjaldgengur í landsliðið þar.
Faðir Derby er frá El Salvador og því er hann gjaldgengur í landsliðið þar.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
El Salvador var í baráttu um að komast á HM í Brasilíu árið 2014.
El Salvador var í baráttu um að komast á HM í Brasilíu árið 2014.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valið hjá Seattle Sounders stóð á milli þess að semja við Clint Dempsey eða Derby.
Valið hjá Seattle Sounders stóð á milli þess að semja við Clint Dempsey eða Derby.
Mynd/Getty Images
„Því miður veiktist Abel. Ég kynntist honum aðeins og ég gat séð að allir elskuðu hann. Hann var frábær manneskja og það voru allir mjög leiðir að svona góð persóna var tekin frá okkur alltof snemma.
„Því miður veiktist Abel. Ég kynntist honum aðeins og ég gat séð að allir elskuðu hann. Hann var frábær manneskja og það voru allir mjög leiðir að svona góð persóna var tekin frá okkur alltof snemma.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við erum ennþá með mynd af honum í búningsklefanum. Við horfum á myndina og hugsum hvað við erum heppnir að fá tækifæri til að spila fótbolta. Við þurfum að muna það.
,,Við erum ennþá með mynd af honum í búningsklefanum. Við horfum á myndina og hugsum hvað við erum heppnir að fá tækifæri til að spila fótbolta. Við þurfum að muna það.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég hef alltaf verið fljótur að koma boltanum í leik og á síðasta tímabili náði ég tveimur stoðsendingum.  Vonandi næ ég þeirri þriðju í ár, við sjáum hvað gerist.
,,Ég hef alltaf verið fljótur að koma boltanum í leik og á síðasta tímabili náði ég tveimur stoðsendingum. Vonandi næ ég þeirri þriðju í ár, við sjáum hvað gerist.
Mynd/Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Deildin hér er góð.  Boltinn er hraður og leikmenn eru líkamlega sterkir.  Miðað við það sem ég hef séð þá gætu bestu liðin á Íslandi spilað í MLS-deildinni.  Gæðin á Íslandi komu mér á óvart.  Það eru fleiri leikmenn að koma til Íslands og deildin er að vaxa.”
„Deildin hér er góð. Boltinn er hraður og leikmenn eru líkamlega sterkir. Miðað við það sem ég hef séð þá gætu bestu liðin á Íslandi spilað í MLS-deildinni. Gæðin á Íslandi komu mér á óvart. Það eru fleiri leikmenn að koma til Íslands og deildin er að vaxa.”
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ef leikmenn eru að spila og heyra klappið þá fá þeir meiri kraft til að taka auka tæklingu, sprett eða vinna auka skalla bolta.  Stuðningsmenn geta gert gæfumuninn og þetta hjálpar til.”
,,Ef leikmenn eru að spila og heyra klappið þá fá þeir meiri kraft til að taka auka tæklingu, sprett eða vinna auka skalla bolta. Stuðningsmenn geta gert gæfumuninn og þetta hjálpar til.”
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Derby skemmti sér vel á þjóðhátíð og kann að meta fiskinn í Eyjum.
Derby skemmti sér vel á þjóðhátíð og kann að meta fiskinn í Eyjum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér gekk mjög vel og þegar ég var 12 ára þá var verið að skoða mig fyrir bandaríska U15 ára landsliðið í framtíðinni,” segir Derby þegar ofanritaður hittir hann á Hótel Völlum í Hafnarfirði í einni af ferðum ÍBV til höfuðborgarsvæðisins til undirbúnings fyrir sumarið. Bandaríkjamenn höfðu áhuga á að fá Derby á úrtaksæfingar sem framherji en foreldrum hans leist ekkert á þá hugmyndir.

„Foreldrar mínir vissu ekki mikið um fótbolta og hvernig þetta virkar í Bandaríkjunum. Þegar rætt var við þau þá héldu þau að ég væri 12 ára að fara að keppa við 15 ára stráka. Ég fór því ekki á æfingar en þau sögðu mér þetta ekki fyrr en ég var 22 ára gamall. Maður spyr sig hvað hefði gerst ef ég hefði farið á æfingar í yngri landsliðum sem framherji? Væri ég markvörður í dag eða hvað?” segir Derby og er hugsi.

Endaði í marki fyrir tilviljun
Tilviljun ein réði því að Derby endaði í markinu 16 ára gamall. Derby átti vin í öflugu yngri flokka liði en markvörðurinn þar var fjarri góðu gamni í einum leik. Derby var hent í markið þar sem hann hafði áður aðeins prófað að spila í marki með sínu liði.

„Þegar ég var 13 ára þá fór ég í fyrsta skipti í mark í leik. Við fengum á okkur víti, ég hoppaði í markið og varði spyrnuna, áður en ég skipti aftur um treyju og fór í framlínuna. Ég fór síðan nokkrum sinnum í mark til að verja víti en ég fór ekki að spila og æfa sem markvörður fyrr en ég var 16 ára.”

„Ég lærði mikið af Kasey Keller og Fredrik Ljungberg hjá Seattle"
Eftir að hafa spilað með tveimur háskólaliðum þá fékk Derby gott tækifæri í byrjun meistaraflokksferilsins. Seattle Sounders í MLS deildinni samdi við Derby en þar var fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Kasey Keller aðalmarkvörður.

„Ég lærði mikið af Kasey Keller og Fredrik Ljungberg hjá Seattle,” segir Derby þegar hann rifjar upp mánuðina sem hann var á mála hjá MLS félaginu. Ljungberg samdi við Seattle eftir farsælan feril á Englandi með Arsenal. Derby segist hafa lært fullt af bæði Keller og Ljungberg en þessir tveir stjörnu leikmenn voru þó alls ekki vinir.

„Þetta er eitthvað sem gerðist í klefanum og enginn veit af. Þeir höfðu átt í einhverjum útistöðum árið áður og síðan mætti Freddie of seint til æfinga á undirbúningstímabilinu. Kasey lét hann heyra það og spurði hvað í andskotanum hann væri að gera? Maður fann spennuna í klefanum. Það þurfti að ýta þeim í sundur og menn skiptust í lið með Kasey eða Ljungberg.”

„Kasey var frá Seattle og fleiri voru í hans liði. Þetta var flóknara fyrir mig. Ég æfði með Kasey en eftir æfingar þá fékk Freddie mig til að standa í markinu á meðan hann tók auka skotæfingu. Ég var mitt á milli „Team Kasey” og „Team Freddie”. Ég sá hvernig báðir leikmennirnir æfa og það var mjög áhugavert að fá þessa reynslu á fyrsta ári sínu í atvinnumennsku. Ég hefði viljað fá að upplifa þetta aðeins síðar. Þá hefði ég verið tilbúnari til að læra fleiri hluti af þeim.”


Fór til El Salvador til að komast í landsliðið
Derby átti lítinn séns í samkeppni við Keller og því leitaði hann á önnur mið til að fá að spila. Derby fór í neðri deildarlið í New York en það félag hætti fljótlega störfum. Árið 2012 fékk Derby tilboð um að ganga til liðs við CAL FC en það var lið sem fyrrum landsliðsmaðurinn Eric Wynalda bjó til. CAS vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu í bikarkeppni í Bandaríkjunum en liðið sló meðal annars út MLS lið Portland Timbers. Gömlu félagarnir í Seattle Sounders bundu hins vegar enda á bikarævintýri CAS að lokum.

Faðir Pablo er frá El Salvador en móðir hans er frá Gvatemala. Eftir tímabilið með CAS ákvað Derby að fara í úrvalsdeildina í El Salvador en hann var þá 25 ára gamall.

„Ég vildi komast í landsliðið hjá El Salvador. Ég gat farið í deildina þar án þess að teljast erlendur leikmaður þar sem faðir minn er þaðan. Ég samdi við Santa Tecla, lið sem var stofnað árið 2007 og hafði á fimm árum komist upp í úrvalsdeildina. Ég spilaði í ár þar og það gekk vel. Við vorum um miðja deild og komum fólki á óvart eftir að hafa verið spáð fallbaráttu. Ég komst í landsliðið og hóf undankeppni HM með El Salvador. Við vorum nálægt því að fara áfram í næstu umferð og vorum í góðri stöðu í baráttu við Kosta Ríka í riðlinum. Við töpuðum úrslitaleik um að komast áfram og Kosta Ríka fór síðan alla leið á HM og gerði góða hluti.”

„Seattle kynnti síðan bandaríska landsliðsfyrirliðann Clint Dempsey til sögunnar. Þetta var á milli mín og hans og þeir völdu hann. Ég hefði sjálfur gert það sama”
Eftir gott gengi í El Salvador þá vildi Derby reyna aftur að komast í MLS deildina. Hann fór á reynslu hjá gömlu félögunum í Seattle Sounders árið 2014.

„Ég fékk þau skilaboð að félagið væri líka í viðræðum við framherja. Ef þær viðræður myndu ganga vel þá yrði hann tekinn fram yfir mig, sama hvað. Ég sýndi hvað ég gat á reynslu og heillaði menn upp úr skónum. Þeir sögðu að ég hefði bætt mig gífurlega mikið síðan ég var síðast hjá Seattle. Ég fékk hins vegar skilaboð um að viðræðurnar við framherjann hefðu gengið vel og hann yrði kynntur sem nýr leikmaður félagsins daginn eftir. Seattle kynnti síðan bandaríska landsliðsfyrirliðann Clint Dempsey til sögunnar. Þetta var á milli mín og hans og þeir völdu hann. Ég hefði sjálfur gert það sama,” sagði Derby og hló.

Derby stoppaði um stund hjá Atlanta Silverbacks í næstefstu deild í Bandaríkjunum en landsliðsverkefni með El Salvador urðu til þess að hann missti af mörgum leikjum þar. Derby ákvað því að fara aftur til Santa Tecla í El Salvador. Þar gekk Derby gríðarlega vel og haustið 2015 höfðu félög í Austurríki, Grikklandi, Króatíu og víðar áhuga. Derby var nálægt því að ganga til liðs við félag í Grikklandi en efnahagsástandið þar kom í veg fyrir það.

„Áður en Abel lést sagðist hann vilja sjá okkur standa okkur mjög vel í bikarkeppninni. Það var mikil hvatning fyrir okkur.”
Eftir að Abel Dhaira greindist með krabbamein í fyrravetur þá var ÍBV í leit að markverði. Derby var þá nýbúinn að missa af samningum í Grikklandi og á endanum samdi hann við Eyjamenn. Abel lést af veikindum sínum nokkrum vikum eftir að Derby samdi við Eyjamenn.

„Því miður veiktist Abel. Ég kynntist honum aðeins og ég gat séð að allir elskuðu hann. Hann var frábær manneskja og það voru allir mjög leiðir að svona góð persóna var tekin frá okkur alltof snemma. Hann var frábær persóna utan vallar og það er magnað að hafa slíka liðsfélaga. Þetta var sorglegt fyrir hann, fjölskyldu hans og félagið. Við notuðum þetta sem hvatningu á síðasta tímabili.”

„Áður en Abel lést sagðist hann vilja sjá okkur standa okkur mjög vel í bikarkeppninni. Það var mikil hvatning fyrir okkur. Við erum ennþá með mynd af honum í búningsklefanum. Við horfum á myndina og hugsum hvað við erum heppnir að fá tækifæri til að spila fótbolta. Við þurfum að muna það,”
segir Derby ákveðinn.

Vonast eftir fleiri stoðsendingum
Derby fékk óskabyrjun með ÍBV í Pepsi-deildinni því hann lagði upp mark í 4-0 sigri á ÍA í fyrstu umferð. Derby spilaði sem leikstjórnandi í amerískum fótbolta á yngri árum og köstin hans eru ennþá öflug í dag. Eitt slíkt kast skilaði stoðsendingu gegn Skagamönnum.

„Kasey (Keller) kenndi okkur ungu markvörðunum að vinna alltaf í köstunum á æfingum. Það byggði upp þessa vöðva og það hjálpar manni að nota þá í leik. Ég náði stoðsendingu í fyrsta leik og ég held að fáir hafi búist við því. Lið hafa brugðist við þessu og á síðasta tímabili var alltaf einhver leikmaður sem hljóp í veg fyrir mig til að koma í veg fyrir að ég gæti hafið skyndisókn. Ég hef alltaf verið fljótur að koma boltanum í leik og á síðasta tímabili náði ég tveimur stoðsendingum. Vonandi næ ég þeirri þriðju í ár, við sjáum hvað gerist,” segir Derby en hann er mjög ánægður með gæðin í Pepsi-deildinni.

„Deildin hér er góð. Boltinn er hraður og leikmenn eru líkamlega sterkir. Miðað við það sem ég hef séð þá gætu bestu liðin á Íslandi spilað í MLS-deildinni. Gæðin á Íslandi komu mér á óvart. Það eru fleiri leikmenn að koma til Íslands og deildin er að vaxa.”

Aðdáandi víkingaklappsins
Pablo Punyed, liðsfélagi Derby hjá ÍBV og í landsliði El Salvador, hafði sagt markverðinum frá því öfluga landsliði sem Ísland á. Derby hreifst síðan með í Eyjum í kringum EM í fyrra en þar horfði hann á risaskjá á leikina með heimamönnum.

„Það voru allir að klappa og syngja og fólk vonaðist eftir að sjá Ísland skrá nafn sitt í sögubækurnar. Ég horfði á alla leikina þarna með kærustu minni,” sagði Derby sem er aðdáandi víkingaklappsins fræga.

„Það er frábært. Það hvetur stuðningsmenn til að taka þátt í leiknum og þetta hjálpar liðinu. Ef leikmenn eru að spila og heyra klappið þá fá þeir meiri kraft til að taka auka tæklingu, sprett eða vinna auka skallabolta. Stuðningsmenn geta gert gæfumuninn og þetta hjálpar til.”

Í Eyjum er Derby mikið með Pablo. „Ef ég er ekki heima hjá honum þá er hann heima hjá mér. Við borðum kvöldmat saman og höngum saman. Í ár verður kærasta hans hjá honum og ég er nokkuð viss um að ég verði þriðja hjólið þar,” sagði Derby hlæjandi. „Í fyrra kom kærasta mín til Íslands og ég reyndi að vera mikið með henni til að sýna henni eyjuna.”

„Það var erfitt að syngja með í brekkunni út af tungumálinu en ég söng með á ensku.”

Derby fór talsvert í fjallgöngur og í golf í Eyjum í fyrrasumar og hann lét sig ekki vanta á þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina.

„Það var áhugavert. Það töluðu allir um þetta og þetta var eitthvað sem ég fílaði. Mér fannst brennan og flugeldarnir skemmtilegastir. Það var erfitt að syngja með í brekkunni út af tungumálinu en ég söng með á ensku. Það var gaman að sjá alla á íslandi koma saman á Eyjunni til að hitta vini sína og komast í burtu frá Reykjavík. Þetta var skemmtileg reynsla og ég hlakka til að taka aftur þátt í í ár,” segir Derby en hann er duglegur að borða fisk í Eyjum.

„Fiskurinn er góður og ferskur. Þorskurinn er góður og laxinn er frábær. Sem fótboltamaður þá er hollt að fá fisk og það er skemmtileg reynsla að fylgjast með þessu í Eyjum. Það er lífsreynsla að lifa á eyju þar sem samfélagið lifir á fiskinum. Þú verður að vera aðdándi fisksins ef þú býrð í Eyjum,” segir hinn geðþekki Derby að lokum áður en hann fer að undirbúa sig fyrir næsta leik með Eyjamönnum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: ÍBV
Kristján Guðmunds: Allt annar veruleiki en liðin á höfuðborgarsvæðinu upplifa
Hin hliðin - Arnór Gauti Ragnarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner