Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 17. apríl 2019 12:45
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
Sölvi Snær.
Sölvi Snær.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Stjörnunni er spáð fimmta sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina.

Hjá Stjörnunni er það Sölvi Snær Guðbjargarson sem sýnir á sér hina hliðina.

Þú getur keypt Sölva Snæ í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Fullt nafn: Sölvi Snær Guðbjargarsson

Gælunafn: Því miður er ég stundum kallaður Sölli

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikurinn minn var árið 2017 en alvöru leikur 2018.

Uppáhalds drykkur: Malt og appelsín á jólunum

Uppáhalds matsölustaður: Hraðlestin

Hvernig bíl áttu: Ég er því miður ekki en kominn með bílpróf.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Fangavaktin

Uppáhalds tónlistarmaður: Það eru margir sem koma upp í hugann en núna er það NBA YoungBoy

Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram

Fyndnasti Íslendingurinn: Egill Einarsson eða Gillz

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hindber, kökudeig, hálft hokkypulver og hálfur þristur er virkilega góð blanda.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: okei, hittu mig þá? Eða ertu í veseni fram og til baka?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Það þyrfti mikið að gerast ef ég myndi fara í Breiðablik.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Viktor Fischer eða Callum Hudson odoi

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Það eru þrír sem koma til greina Halldór Árnasson, Rúnar Páll og Davíð Snorri

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Brynjólfur Willumsson má eiga það að hann er óþolandi inn á vellinum sem og utan.

Sætasti sigurinn: Leikurinn á móti Þór í Mjólkurbikarnum þegar að við vorum undir 1-0 á 116 mínútu og unnum leikin 2-1.

Mestu vonbrigðin: Að lenda í 3 sæti í pepsi í fyrra og að komast ekki í loka keppni með u17 ára landsliðinu.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi vilja fá Mána Austmann Hilmarsson úr HK

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Breyta leiktímanum í Pepsi og hafa leikina klukkan 20:00 á föstudags og laugardagskvöldum

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Arnór sigurðsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Það á engin break í Eyjólf Héðinson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Guðjón Orri, engin shocker

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima í Garðabænum

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Mjög vandræðalegt þegar að ég var sendur útaf eftir 15 mínútur með 2 gul og eitt fyrir dýfu

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Skrolla í gegnum instagram

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei ég fylgist rosalega lítið með öðrum íþróttum, En mér finnst mjög gaman að fylgjast með Gunnar Nelsson í ufc

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Skólasundi

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: ho, ho, ho we say hey, hey,hey með Merzedes Club.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar að bróðir félaga míns var að sækja mig og ég sá bíl fyrir utan heima hjá mér fór út í bíl spennti mig og var tilbúinn að leggja af stað og þá fékk ég „hver ert þú“. Þá var þetta einhver strákur að sækja ömmu sína í næsta húsi.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Alex Þór Hauksson til að halda aga. Mána Austmann Hilmarsson til að halda uppi stemmningu og Pétur árna Hauksson svo ég sé ekki vitlausasti maðurinn á eyjunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég æfði brake dans þegar eg var lítill
Athugasemdir
banner
banner
banner