Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
banner
   þri 17. maí 2022 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cole Campbell farinn í Breiðablik og verður þar fram í júlí
watermark Cole Campbell á U17 æfingu síðasta haust.
Cole Campbell á U17 æfingu síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn sextán ára gamli William Cole Campbell er á leið til Dortmund í sumar en þangað til mun hann æfa með Breiðabliki. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar hjá Breiðabliki, við Fótbolta.net í dag.

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, hafði sett inn færslu á Twitter fyrr í dag þar sem hann hafði heyrt af skiptunum. „William Campell Cole gengur til liðs við Breiðablik í dag frá FH samkvæmt heimildum. Hann fer svo til Dortmund í júlí," skrifaði Hjörvar.

„Hann er farinn frá FH og vantaði stað til þess að æfa á þangað til hann fer út í júlí. Við gáfum honum leyfi til þess," sagði Sigurður.

Sigurður kvaðst ekki vita af hverju Cole væri að fara frá FH: „Það verður einhver en annar en ég að svara fyrir. Hann ákvað að fara frá FH."

Breytist eitthvað í hans framtíð?

„Nei, allt með Dortmund er klárt, frágengið. Breiðablik er ekkert að koma inn í þann díl. Hann vantaði bara stað til þess að æfa þangað til hann fer út," sagði Sigurður.

Cole Campbell er sóknarsinnaður miðjumaður sem á að baki fimm unglingalandsleiki.


Athugasemdir
banner
banner