KF lagði KV að velli í stórleik dagsins í þriðju deild og er þar með nánast öruggt að KF fer upp í 2. deild ásamt Kórdrengjum.
KF er með níu stiga forystu á KV sem situr í þriðja sæti þegar aðeins fimm leikir eru eftir af tímabilinu.
Alexander Már Þorláksson og Andri Snær Sævarsson skoruðu í fyrri hálfleik og innsiglaði Andri Snær sigurinn með marki í síðari hálfleik.
KV klóraði í bakkann undir lokin en það dugði ekki til og lokatölur 3-1.
KF 3 - 1 KV
1-0 Alexander Már Þorláksson ('2)
2-0 Andri Snær Sævarsson ('33)
3-0 Andri Snær Sævarsson ('69)
3-1 Björn Axel Guðjónsson ('80)
Vængir Júpíters eru í fjórða sæti og unnu Einherja á útivelli. Marinó Þór Jakobsson gerði eina mark leiksins.
Einherji er um miðja deild eftir tapið, tíu stigum frá fallsvæðinu.
Einherji 0 - 1 Vængir Júpíters
0-1 Marinó Þór Jakobsson ('66)
Mesta fjörið var þó að finna á Borgarnesi þar sem botnlið Skallagríms komst í 3-0 gegn Sindra og var staðan þannig í leikhlé.
Gestirnir vöknuðu þá til lífsins og minnkaði Kristinn Justiniano Snjólfsson muninn áður en Tómas Leó Ásgeirsson setti tvennu og jafnaði leikinn.
Heimamenn komust aftur yfir en með öðru marki Cristofer Rolin í leiknum en Robertas Freidgeimas jafnaði á nýjan leik á 82. mínútu. Það var svo Tómas Leó sem fullkomnaði þrennuna sína með dramatísku sigurmarki á 95. mínútu.
Skallagrímur er sjö stigum frá öruggu sæti á meðan Sindri siglir lygnan sjó um miðja deild.
Skallagrímur 4 - 5 Sindri
1-0 Declan Joseph Redmond ('16)
2-0 Sigurjón Ari Guðmundsson ('32)
3-0 Cristofer Rolin ('42)
3-1 Kristinn Justiniano Snjólfsson ('54)
3-2 Tómas Leó Ásgeirsson ('56)
3-3 Tómas Leó Ásgeirsson ('67)
4-3 Cristofer Rolin ('77)
4-4 Robertas Freidgeimas ('82)
4-5 Tómas Leó Ásgeirsson ('95)
Augnablik komst þá yfir gegn Hetti/Hugin en gestirnir komu til baka og skoruðu fjögur mörk.
Augnablik er í fallbaráttu ásamt KH en þetta var annar sigur Hattar/Hugins í röð og er liðið nú fimm stigum frá fallsvæðinu.
Augnablik 1 - 4 Höttur/Huginn
1-0 Breki Barkarson ('7)
1-1 Ignacio Gonzalez Martinez ('24, víti)
1-2 Jökull I Elísabetarson ('59, sjálfsmark)
1-3 Ignacio Gonzalez Martinez ('70)
1-4 Ivan Bubalo ('90)
Rautt spjald: Nökkvi Egilsson, Augnablik ('88)
Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir