Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 17. október 2020 12:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool hefði fengið vítaspyrnu á síðustu leiktíð
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, hollenski miðvörður Liverpool, var dæmdur rangstæður snemma leiks gegn Everton. Staðan á þeim tímapunkti var 0-1 fyrir gestina í Liverpool.

Boltinn kom í átt að van Dijk sem fékk Jordan Pickford, markvörð Everton, á ferðinni á móti sér. Pickford renndi sér á móti Hollendingnum og tæklaði hann kröftuglega.

Van Dijk meiddist við þessa tæklingu og þurfti að yfirgefa völlinn á 11. mínútu leiksins. Á 19. mínútu jafnaði svo Michael Keane metin fyrir Everton með skallamarki. Staðan er 1-1 í hálfleik.

Dale Johnson hjá ESPN bendir á að þetta hefði verið vítaspyrna á síðustu leiktíð. Reglum var breytt milli leiktíða og með breytingunni er van Dijk rangstæður eins og má sjá á myndinni sem fylgir tísti Johnsons.

Sjá einnig:
Pickford stálheppinn þegar hann straujaði Van Dijk

Þá segir hann einnig að rangstaðan núlli út brotið sem fylgi í kjölfarið og því sé ekki hægt að spjalda Pickford fyrir tæklinguna. Ef Pickford hefði beitt ofbeldi, t.d. sparkað eða lamið viljandi í van Dijk hefði verið hægt að refsa markmanninum.

Uppfært 13:09:
Dale hefur bætt við nýrri færslu þar sem hann segir að hann hafi haft rangt fyrir sér með rauða spjaldið. Pickford hefði getað fengið rautt spjald þrátt fyrir rangstöðuna. Dale segist hafa þær upplýsingar að ekki hafi verið skoðað í VAR hvort Pickford ætti að fá rautt spjald.


Athugasemdir
banner
banner
banner