Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 18. janúar 2017 21:05
Magnús Már Einarsson
Guðrún Inga ekki í formannsslag - Býður sig fram í stjórn
Guðrún Inga Sívertsen.
Guðrún Inga Sívertsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, ætlar ekki að bjóða sig fram sem formaður á ársþingi sambandsins í næsta mánuði.

Guðrún Inga hefur legið undir feldi og íhugað framboð til formanns en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lætur af störfum á ársþinginu. Guðrún hefur ákveðið að fara ekki í formanns slag en þess í stað ætlar hún að gefa áfram kost á sér í stjórn KSÍ.

„Í nokkurn tíma hef ég nú hugleitt framboð til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins 11.febrúar næstkomandi. Eftir vandlega íhugun hef ég tekið þá ákvörðun að fara ekki fram. Ég mun þess í stað áfram gefa kost á mér til setu í stjórn KSÍ og leita eftir stuðningi aðildarfélaganna við framboð mitt þar," sagði Guðrún Inga við Fótbolta.net í kvöld.

„Mörg spennandi verkefni eru framundan. Þrátt fyrir að ég líti á formann KSÍ sem verðugt og mikilvægt embætti þá tel ég að þekking mín og reynsla komi að bestum notum innan hreyfingarinnar með áframhaldandi setu í stjórn sambandsins þar sem ég get einbeitt mér að tilteknum verkefnum í samráði við aðildarfélög, stjórn, starfsmenn og væntanlegan formann KSÍ.“

Björn Einarsson og Guðni Bergsson hafa báðir tilkynnt framboð til formanns á ársþinginu. Þá er Höskuldur Þórhallsson að skooða málið en í byrjun vikunnar sagðist hann vera heitur fyrir því að bjóða sig fram.
Athugasemdir
banner
banner