Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. febrúar 2021 10:33
Elvar Geir Magnússon
Fabinho með gegn Everton?
Fabinho á AXA æfingasvæðinu.
Fabinho á AXA æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
Liverpool vonast eftir því að Fabinho verði klár í borgarslaginn gegn Everton á laugardaginn. Brasilíumaðurinn er að glíma við vöðvameiðsli og er í kapphlaupi við tímann.

Fabinho hefur stærstan hluta tímabilsins spilað í vörninni vegna meiðslavandræða Liverpool en hefur sjálfur misst af síðustu tveimur leikjum. Hann ferðaðist ekki með til Búdapest í leikinn gegn RB Leipzig á þriðjudag.

Þjálfarateymi Liverpool vonast til að Fabinho geti spilað til Everton en gerir sér grein fyrir því að það kapphlaup gæti tapast.

Þá er mögulegt að halda honum frá þessu verkefni til að gefa honum viku hvíld áður en leikið verður gegn Sheffield United um aðra helgi.

Jordan Henderson og Ozan Kabak hafa spilað saman í miðverðinum í síðustu tveimur leikjum og áttu góðan leik gegn Leipzig.

Miðjumaðurinn Naby Keita snéri aftur til æfinga fyrir leikinn gegn Leipzig en fór ekki með í leikinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner