Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. mars 2021 19:28
Victor Pálsson
Hilmar McShane í Hauka (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í 2. deild karla en liðið samdi í dag við Hilmar Andrew McShane sem kemur frá Grindavík.

Hilmar skrifar undir lánssamning við Hauka sem enduðu í fimmta sæti 2. deildarinnar á síðustu leiktíð.

Honum er ætlað að fylla skarð Daníels Snorra Guðlaugssonar sem tvífótbrotnaði og fór úr ökklalið gegn Víði í Lengjubikarnum fyrr í þessum mánuði.

Daníel verður frá keppni í einhverja mánuði og verður ekki klár þegar Íslandsmótið fer af stað á ný.

Hilmar er fæddur árið 1999 en hann lék tíu leiki með Grindavík í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð án þess að skora mark.

Hilmar er sonur fyrrum miðjumannsins Paul McShane sem gerði garðinn frægan hér heima með Grindavík á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner