Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. mars 2021 18:41
Victor Pálsson
Landsliðsmenn á Englandi mega spila í Þýskalandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska knattspyrnusambandið gaf út tilkynningu í kvöld þar sem við Íslendingar fáum góðar fréttir fyrir landsleikjahléð.

Á fimmtudaginn næstkomandi fer fram landsleikur Íslands og og Þýskalands í undankeppni HM en spilað er í Duisburg.

Sambandið hefur staðfest það að íslenskir landsliðsmenn á Englandi megi ferðast til Þýskalands og spila þennan stórleik.

Það þurfti að gefa sérstakt leyfi fyrir þessa leikmenn að ferðast til landsins og sleppa við 10 daga sóttkví áður en leikurinn fer fram.

Leikmenn munu hins vegar fara í vinnusóttkví í Þýskalandi og þurfa þar að skila neikvæðu COVID-10 prófi sem er yngra en 24 tíma gamalt.

Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir landsliðsmenn sem spila á Englandi.

Þýskaland er einnig með landsliðsmenn á Englandi og má nefna þá Timo Werner og Kai Havertz hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner