ÍA er að skoða markaðinn og kanna hvort félagið geti fengið inn sóknarmann fyrir gluggalok eftir að hafa selt Hinrik Harðarson til Odd í Noregi.
ÍA er með markakónginn Viktor Jónsson áfram sinna raðar og fékk síðasta haust Ómar Björn Stefánsson frá Fylki. Skagamenn vilja bæta við einum við til að berjast um fremstu stöðurnar tvær í liðinu.
ÍA er með markakónginn Viktor Jónsson áfram sinna raðar og fékk síðasta haust Ómar Björn Stefánsson frá Fylki. Skagamenn vilja bæta við einum við til að berjast um fremstu stöðurnar tvær í liðinu.
„Við erum með sterkt lið og góðan og öflugan hóp. En já, það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða í kringum okkur og sjá hvað við getum gert. Það er auðvitað mjög stuttur tími núna í mót, og alveg ljóst að við þurfum að finna rétta manninn. Ef við finnum hann, þá tel ég mjög líklegt að við munum reyna að fylla það skarð sem Hinrik skilur eftir sig," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, í samtali við Fótbolta.net í gær.
„Við fengum auðvitað til liðs við okkur Ómar Björn í haust. Hann var hugsaður sem samkeppni við Viktor og Hinrik, kostur í framherjastöðurnar. Þar bættum við okkur senter, vorum komnir með þrjá en vorum með tvo á síðasta tímabili. Það er því ekkert neyðarástand, erum með jafnmarga kosti núna og áður en Ómar kom. En við erum að leita að manni til að fylla í skarð Hinriks."
Draumur að sjá Tryggva aftur í ÍA
Jón Þór var spurður út í Tryggva Hrafn Haraldsson en fjallað var um það á sunnudag að ÍA hefði lagt fram tilboð í Skagamanninn sem spilar með Val. Valsarar tjáðu sig svo í gær og sögðu að Tryggvi væri ekki til sölu. Viðtalið við Jón Þór var tekið áður en formaður Vals ræddi við Fótbolta.net og því skal ekki líta á ummæli Jóns Þórs sem svar við ummælum Björns Steinars.
„Tryggvi Hrafn er auðvitað frábær leikmaður, einn af betri leikmönnum deildarinnar. Hann býr hér á skaganum og er Skagamaður. Ég hef ekkert farið leynt með það að frá því að ég tók við liðinu að það hefur verið draumur að sjá Trygga Hrafn aftur í ÍA. Ég held að það sé ósk allra Skagamanna. Hann er samningsbundinn Val og það er ekki í okkar höndum. En það væri auðvitað frábær lending fyrir okkur. Það eru líka aðrir kostir í stöðunni sem við erum að skoða og vonandi finnum við góða lendingu í því," sagði Jón Þór.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur ÍA einnig lagt fram tilboð í Adolf Daða Birgisson hjá Stjörnunni en tilboðinu var hafnað.
Athugasemdir