Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 18. apríl 2019 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pochettino: Raunveruleikinn sá að Ajax er líklegra
Mynd: Getty Images
Tottenham komst í gær áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Manchester City í einvígi liðana í 8-liða úrslitunum. Tottenham mætir Ajax í undanúrslitunum.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var á blaðamannafundi í dag spurður út í einvígið gegn City, komandi einvígi við Ajax og meiðsli leikmanna.

„Við megum ekki fara fram úr okkur. Enginn bjóst við því að við myndum vinna City. Það getur gefið okkur mikla trú en ef þú ert ekki nægilega klókur getur þessi sigur gert þig veikari fyrir," sagði Pochettino.

„Það er nauðsynlegt að virða Ajax. Að sigra Juventus og Real Madrid þýðir að raunveruleikinn er sá að þeir eru líklegri."

„Þrír leikir á næstu tíu dögum svo við verðum að sjá til hverjir spila hvenær."

„Harry Kane verður líklega ekki meira með en mögulega ef við komumst í úrslitaleikinn. Sissoko meiddist gegn City og verður líklega ekki með um helgina."
Athugasemdir
banner