Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 18. maí 2020 11:39
Magnús Már Einarsson
Raggi Sig klárar tímabilið með FCK
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FC Kaupmannahöfn hefur nýtt sér ákvæði til að framlengja samning sinn við íslenska landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson.

Ragnar gekk til liðs við FCK í janúar og gerði þá samning til 30. júní.

Vegna kórónaveirunnar verður tímabilið í Danmörku ekki klárað fyrr en í júlí og félög eiga kost á að framlengja samninga við leikmenn um einn mánuð.

FCK hefur framlengt samninga við Ragnar og Dame N'Doye sem er einnig að renna út af samningi í sumar.

Leikmennirnir eru nú samningsbundnir til 31. júlí en möguleiki er á að samningarnir verði framlengdir til lengri tíma þar sem FCK á eftir að mæta Istanbul Basaksehir í Evrópudeildinni og líklegt er að sá leikur verði í ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner