Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 18. júní 2024 13:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Logi Tómasson spáir í 10. umferð Bestu deildarinnar
Logi á landsliðsæfingu á Wembley.
Logi á landsliðsæfingu á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Gotskálk, a.k.a. Osturinn.
Gísli Gotskálk, a.k.a. Osturinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvæntur markaskorari í Árbænum.
Óvæntur markaskorari í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði og Wöhlerinn verða á skotskónum.
Jason Daði og Wöhlerinn verða á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
10. umferð Bestu deildarinnar fer fram í dag og á morgun. Fimm leikir fara fram í kvöld og einn leikur fer fram annað kvöld.

Stórleikur umferðarinnar er viðureign Vals og Víkings. Logi Tómasson, leikmaður Strömsgodset í Noregi og íslenska landsliðsins, er spámaður umferðarinnar. Logi varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi í fyrra.

Logi gengur undir tónlistarnafninu Luigi og gaf á dögunum út nýtt lag sem má nálgast hér að neðan.

Lagið heitir Veit ekki með þig. Orio gerði lagið með Loga en hann er einn stærsti fram­leiðand­inn á Norður­lönd­um í hip­hop sen­unni og hef­ur unnið með mörg­um stór­um lista­mönn­um á því sviði síðustu ár. (texti frá mbl.is)


Jóhannes Berg Andrason, Íslandsmeistari með FH í handbolta, spáði í leiki 9. umferðar og var með tvo leiki rétta.

Svona spáir Logi leikjunum:

Fylkir 1 - 0 Vestri (Í kvöld 18:00)
Fylkismenn vinna þennan leik 1-0. Þetta verður lokaður leikur en Fylkismenn finna rammann á lokamínútunum, Ragnar Bragi óvæntur markaskorari.

ÍA 1 - 2 KR (Í kvöld 19:15)
KR vinnur þennan leik 2-1. Wöhlerinn með tvö og markamaskínan Viktor Jóns skorar eitt.

Stjarnan 0 - 1 FH (í kvöld 19:15)
FH vinnur þennan leik. Jafn leikur Arnór Guðjohnsen vinur minn fær traustið og skorar.

Fram 1 - 1 HK (í kvöld 19:15)
Kyle setur eitt með skalla og Leibbsi með langskot.

Valur 1 - 3 Víkingur (í kvöld 20:15)
Verð límdur við skjáinn. Mínir menn vinna þennan leik 3-1. Erfitt að segja til með markaskorarara, en Helgi er líklegur og Niko elskar að skora á móti Val. Síðan setur Gísli Gotti aka Osturinn eitt held ég. AP setur eitt sárabótarmark.

Breiðablik 3 - 0 KA (miðvikudagur 19:15)
3-0 Blix, Jason Daði, Viktor Karl og Ísak Snær skora allir, það er gefið.

Fyrri spámenn:
Helga Birkis (5 réttir)
Finnur Freyr (5 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Jóhannes Berg (2 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Gummi Ben (1 réttur)
Útvarpsþátturinn - Bestu og verstu kaupin í Bestu, bikarinn og EM
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Breiðablik 12 8 2 2 27 - 14 +13 26
3.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
4.    ÍA 11 5 2 4 21 - 15 +6 17
5.    FH 11 5 2 4 21 - 21 0 17
6.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
7.    Fram 11 3 4 4 15 - 17 -2 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    KA 11 2 2 7 17 - 27 -10 8
12.    Fylkir 11 2 1 8 16 - 30 -14 7
Athugasemdir
banner
banner