Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 18. júlí 2018 18:45
Hafliði Breiðfjörð
Ástbjörn spilar með þriðja liðinu í Mjólkurbikarnum
Ástbjörn Þórðarson spilar með Víkingi Ólafsvík í kvöld. Hann hefur áður spilað með KR og ÍA í Mjólkurbikarnum í sumar.
Ástbjörn Þórðarson spilar með Víkingi Ólafsvík í kvöld. Hann hefur áður spilað með KR og ÍA í Mjólkurbikarnum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Nú klukkan 19:15 mætast Víkingur Reykjavík og Víkingur Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikars karla og þar er eitt athyglisvert í byrjunarliði Ólsara.

Ástbjörn Þórðarson er í byrjunarliði Víkings Ó en þetta er hans þriðji leikur í Mjólkurbikarnum í sumar, og með þriðja liðinu.

Hann hóf leik með KR og spilaði í 1-7 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum 1. maí.

Þaðan var hann lánaður til ÍA og spilaði í 1-2 sigri þeirra á Grindavík 30. maí síðastliðinn.

Í vikunni var Ástbjörn svo lánaður í Víking Ólafsvík og fer beint í byrjunarliðið gegn nöfnum þeirra úr Reykjavík í kvöld.

Hér á Íslandi eru engar reglur sem kveða á um að leikmenn megi ekki spila með fleiri en einu liði í bikarnum og því nær Ástbjörn þessum árangri.

Enn er glugginn opinn til mánaðarmóta svo það er spurning hvar Ástbjörn verður þegar úrslitaleikurinn fer fram 15. september?
Athugasemdir
banner
banner
banner