Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 18. júlí 2020 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekkert stoppar Bodö/Glimt - Alfons spilar allar mínútur
Alfons Sampsted. Hann er að spila allar mínútur fyrir topplið Noregs og hlýtur að koma til greina í næsta landsliðshóp.
Alfons Sampsted. Hann er að spila allar mínútur fyrir topplið Noregs og hlýtur að koma til greina í næsta landsliðshóp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fær ekkert stöðvað Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni.

Alfons spilaði allan leikinn í 2-3 útisigri gegn Mjondalen í dag. Alfons hefur spilað hverju einustu mínútu til þessa í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Dagur Dan Þórhallsson byrjaði hjá Mjondalen og lagði upp, en var tekinn af velli á 72. mínútu.

Bodö/Glimt er með fullt hús stiga eftir níu leiki, 27 stig. Algerlega frábær byrjun hjá liðinu. Mjondalen er í tíunda sæti með átta stig.

Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson var ekki í leikmannahópi Viking sem vann 0-2 útisigur á Haugesund. Viking er í 11. sæti með átta stig.

Ögmundur hélt hreinu í síðasta leik sínum
Ögmundur Kristinsson hélt hreinu þegar Larissa gerði markalaust jafntefli við Xanthi í grísku úrvalsdeildinni. Þetta var síðasti leikur tímabilsins hjá Larissa sem hafnar í þriðja sæti fallriðilsins og verður áfram í úrvalsdeild á næsta tímabili.

Hins vegar, þá mun Ögmundur ekki vera áfram í herbúðum félagsins. Hann er á leið til stórliðsins Olympiakos. Þetta var því síðasti leikur Ögmundar fyrir Larissa í kvöld.

Elmar og Willum ekki með
Willum Þór Willumsson var ekki í leikmannahópi BATE Borisov sem vann 3-0 útisigur á Rukh Brest. BATE er sem stendur á toppi úrvalsdeildarinnar í Hvíta-Rússlandi.

Theódór Elmar Bjarnason var ekki í hóp hjá Akhisarspor sem tapaði 3-4 á heimavelli gegn Keciorengucu. Akhisarspor er á leið í umspil um sæti í úrvalsdeild í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner