Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. júlí 2021 20:40
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 12. umferð - Hann þurfti að stíga upp
Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
Lengjudeildin
Halldór Páll Geirsson, ÍBV.
Halldór Páll Geirsson, ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvö efstu lið Lengjudeildarinnar; Fram og ÍBV, áttust við í tólftu umferðinni á fimmtudag og enduðu leikar 1-1 í jöfnum og spennandi leik.

Indriði Áki Þorláksson kom fram yfir á 71. mínútu en Sito jafnaði fyrir ÍBV aðeins mínútu síðar. Fram fékk gullin tækifæri til að tryggja sér sigur í lokin, Halldór Páll Geirsson markvörður Fram varði vítaspyrnu frá Alberti Hafsteinssyni á 84. mínútu og átti svo hörkumarkvörslu í lokin.

„Varði alveg stórkostlega frá einum skalla sem kom í lok leiks eftir hornspyrnu og varði náttúrulega vítið líka," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson, fréttaritari Fótbolta.net, á leiknum í skýrsluna.

ÍBV er enn í öðru sæti eftir þessi úrslit en Halldór Páll var valinn maður leiksins og er nú einnig valinn leikmaður umferðarinnar.

„Halldór Páll hefur verið lykilmaður í liði ÍBV í sumar. Fyrir tímabilið var talað um að hann þyrfti að stíga upp, eftir að hafa oft ekki verið sannfærandi á síðasta tímabili. Hann hefur klárlega gert mun betur í sumar og verið að vinna stig fyrir liðið sem er mikilvægt til að ÍBV nái markmiðunum í sumar," segir Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolta.net, um Halldór Pál.

Þessi stæðilegi markvörður hefur fengið á sig tólf mörk í deildinni en þar einmitt öflugur varnarleikur sem á stærstan þátt í því að Eyjamenn eru í sæti sem gefur Pepsi Max-deildarsæti.

„Ég var mjög ánægður með varnarleikinn hjá mínum mönnum, menn voru að leggja sig fram og loka svæðum, við vissum alveg hvaða svæðum við þurftum að verjast til þess að stoppa þetta góða lið Fram og mér fannst við gera það bara nánast fullkomlega hérna í dag. Þeir sköpuðu lítið og fengu að vísu ókeypis víti hér í lokin sem ég er mjög ósáttur við þar sem er skallað upp í hendina á manni af meters færi. Þetta er bara ekki víti í reglunum eins og ég skil þær en frábært hjá Dóra að verja," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, eftir jafnteflið gegn Fram.

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
11. umferð: Björn Axel Guðjónsson (Grótta)
10. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
9. umferð: Kairo Edwards-John (Þróttur)
8. umferð: Alvaro Montejo (Þór)
7. umferð: Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
6. umferð: Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
5. umferð: Kyle McLagan (Fram)
4. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner