Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. júlí 2021 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 9. umferð - Mun alltaf bera mikla virðingu fyrir Magna
Kairo Edwards-John (Þróttur R.)
Lengjudeildin
Kairo í leik með Þrótti.
Kairo í leik með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann hefur trú á því að Þróttarar fari að safna fleiri stigum núna.
Hann hefur trú á því að Þróttarar fari að safna fleiri stigum núna.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Spilaði með Magna á síðustu leiktíð.
Spilaði með Magna á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kairo Edwards-John, leikmaður Þróttar, er leikmaður níundu umferðar Lengjudeildar karla.

Þessi breski leikmaður fór á kostum í gær þegar Þróttur vann 7-0 sigur á Víkingi Ólafsvík. Hann skoraði þrennu og lagði upp eitt mark til viðbótar.

„Við vissum að við yrðum að vera agressívir og beinskeyttir, ná inn fyrsta markinu og vera ofan á þeim. Það var ekki mikið stimplað á taktík eða þess háttar. Mér fannst við vilja þetta meira en þeir og við unnum okkar einvígi," segir Kairo í samtali við Fótbolta.net.

„Við hefðum getað skorað mikið fleiri mörk. Við viljum halda áfram að safna stigum og skila góðri frammistöðu, bæði ég og liðið í heild sinni."

Tímabilið erfitt
Þróttur hefur verið í vandræðum og er liðið í fallsæti eins og er. Það er spurning hvernig áhrif sigur gærdagsins mun hafa á liðið í framhaldinu.

„Þetta tímabil hefur verið erfitt andlega þar sem við erum búnir að tapa mörgum leikjum en við höfum staðið saman sem lið og haldið áfram. Við erum farnir að sýna gæði okkar og við munum safna fleiri stigum þegar líður á tímabilið."

„Ég er alltaf bjartsýnn og ég hef trú á því að við getum afrekað allt. Við þurfum bara að vera sterkir sem lið og þá getum við haldið okkur uppi og klifrað upp töfluna. Ég mun alltaf reyna að skora fleiri mörk og skila fleiri stoðsendingum," segir Kairo en Þróttur er núna einu stigi frá öruggu sæti.

Kom til Íslands í fyrra
Kairo kom til Íslands í fyrra og gekk til liðs við Magna á Grenivík. Kairo er kantmaður sem spilaði fyrir unglingalið Leicester City, sem er í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur einnig spilað fyrir yngri landslið Englands, en var síðast á mála hjá Stratford Town áður en hann kom til Íslands. Hann er núna á öðru tímabili sínu hér á landi.

„Tækifærið að koma til Íslands kom upp í gegnum vin minn og fyrrum liðsfélaga hjá Leicester, Kian Williams. Við erum með sama umboðsmann, Nick McCreery. Kian talaði vel um íslenskan fótbolta og sagði mér að þetta væri frábær staður til að þróa leik sinn. Nick fræddi mig um menninguna hér innan sem utan vallar. Ég hef notið hverrar mínútu og ég hlakka til að taka frekari skref áfram á ferlinum."

Svefnlausar nætur
Dramatíkin var ótrúleg í Lengjudeildinni í fyrra. Magni féll á einu marki þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Kairo klúðraði vítaspyrnu í síðasta leik Magna en ef hann hefði skorað þá hefði það haldið liðinu uppi og Þróttur, liðið sem Englendingurinn leikur með núna, hefði fallið.

„Það var erfitt að takast á við það vegna þess að ég brást mikið af fólki. Það voru nokkrar svefnlausar nætur en á enda dagsins er þetta fótbolti. Fótbolti getur brotið þig en hann getur líka gert þig að þeirri manneskju sem þú ert. Ég er enn hérna að reyna að ýta sjálfum mér áfram," segir Kairo sem þakkar Magna mikið.

„Það er synd hvað gerðist með Magna, það er frábært félag með mikið af frábæru fólki. Ég mun alltaf bera mikla virðingu fyrir þeim fyrir að hjálpa mér að komast aftur inn í fótbolta."

Næsta umferð Lengjudeildarinnar hefst á sunnudag en Þróttur á heimaleik gegn ÍBV á mánudag.

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
8. umferð: Alvaro Montejo (Þór)
7. umferð: Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
6. umferð: Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
5. umferð: Kyle McLagan (Fram)
4. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Athugasemdir
banner
banner
banner