Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 17. maí 2021 12:15
Fótbolti.net
Bestur í 2. umferð - Á láni frá öðru félagi í deildinni
Kristófer Óskar Óskarsson (Aftureldingu)
Lengjudeildin
Kristófer Óskar í leik gegn Kórdrengjum í 1. umferð.
Kristófer Óskar í leik gegn Kórdrengjum í 1. umferð.
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Hanna Símonardóttir
„Það er frábært fyrir Magga og félaga að fara þarna og ná í sigurinn og skora fimm mörk, venjulega er ekki auðvelt að fara til Ólafsvíkur og sækja sigurinn. Þetta er stemningssigur, menn fara saman í rútu til baka og fagna," segir Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolta.net, um 5-1 útisigur Aftureldingar gegn Víkingi Ólafsvík í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

Sjá einnig:
Úrvalslið 2. umferðar Lengjudeildarinnar

Það er ekki erfitt val að velja leikmann umferðarinnar en Kristófer Óskar Óskarsson, ungur leikmaður í Aftureldingu, skoraði fjögur mörk í leiknum.

„Drengurinn var sjóðandi í þessum leik, held að hann hafi skorað úr öllum sínum færum. Hann var alltaf á réttum stað, hlaupin hans voru góð og svo bara réðu varnarmenn ekkert við hann. Flottur leikur hjá drengnum sem fékk svo heiðursskiptingu í enda leiks," skrifaði Einar Knudsen, fréttaritari Fótbolta.net á leiknum, í umfjöllun sinni.

Athyglisvert er að Kristófer Óskar kom til Aftureldingu fyrir tímabilið, á lánssamningi frá Fjölni sem gildir út tímabilið. Fjölnir er einnig í Lengjudeildinni.

„Þetta er alveg stórmerkilegt, hann er 2000 módel þessi strákur og átti fínan þátt í því að koma Fjölni upp síðast í Lengjudeildinni, skoraði þá fjögur mörk í fjórtán leikjum. Hann spilaði svo þrettán leiki í Pepsi Max-deildinni í fyrra en núna er hann lánaður í Aftureldingu, þegar hann er kominn í liðið," segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Tólf af þessum leikjum í fyrra er hann varamaður, kannski er þetta rétt skref fyrir hann núna að fara í lið þar sem hann er byrjunarliðsmaður," segir Rafn Markús.

Kristófer Óskar spjallaði stuttlega við Fótbolta.net eftir leikinn í Ólafsvík.

„Það var hátt spennustig í mönnum og mikil læti en við náðum að koma mörkunum inn á fyrstu sjö mínútunum. Þeir fengu sín færi og hefðu getað jafnað eða minnkað muninn fyrr en svo drepum við þetta í 3-0 og þeir hætta ekki og minnka muninn í 3-1 en við náum að drepa leikinn í 4-1," sagði Kristófer.

„Við náum aðeins að halda í hann og opna miðjuna betur, náðum að vera rólegir á boltann, Létum þá hlaupa og það heppnaðist fullkomlega. Við stigum bara á bensíngjöfina."

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Kristófer Óskar: Við stigum bara á bensíngjöfina
Athugasemdir
banner
banner
banner