Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 28. júní 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 8. umferð - Kvaddi Ísland með þrennu
Alvaro Montejo (Þór)
Lengjudeildin
Montejo fagnar gegn Fjölni.
Montejo fagnar gegn Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alvaro Montejo.
Alvaro Montejo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Montejo hefur líklega spilað sinn síðasta leik í íslenska boltanum en kveðjuleikurinn var 3-0 útisigur gegn Fjölni þar sem hann skoraði öll mörkin.

Sjá einnig:
Úrvalslið 8. umferðar í lengjudeildinni

„Ekki hægt að enda þetta betur en með þrennu. Klikkaði á víti í fyrri hálfleik en var klár í uppbótartíma til að fullkomna þrennuna. Spænska markavélin kveður en útilokar ekki að mæta á Pollamót í framtíðinni," skrifaði Sæbjörn Steinke í umfjöllun sinni um leikinn.

Montejo er þrítugur en hann spilaði fyrst hér á landi 2014 þegar hann var hjá Hugin á Seyðisfirði. Hann hefur verið hjá Þór síðan 2018 en heldur nú heim til Spánar.

Alvaro Montejo á Íslandi:
2014 - Huginn: 13 mörk í 19 leikjum í 2. deild
2015 - Huginn: 4 mörk í 3 leikjum í 2. deild
2016 - Fylkir: 1 mark í 7 leikjum í efstu deild
2017 - ÍBV: 2 mörk í 15 leikjum í efstu deild
2018 - Þór: 16 mörk í 21 leik í 1. deild
2019 - Þór: 10 mörk í 18 leikjum í 1. deild
2020 - Þór: 14 mörk í 18 leikjum í 1. deild
2021 - Þór: 4 mörk í 7 leikjum í 1. deild

„Það er ekkert svakalega skemmtilegt að eiga við hann á hlaupunum. Þegar lið fara með hafsentana sína framarlega þá er voðinn vís. Því miður er þetta síðasti leikurinn hans. Það kemur maður í manns stað og þegar stemningin í liðinu er góð þá stíga aðrir upp og taka við keflinu. Ég hef ekki svakalega miklar áhyggjur af því," segir Orri.

Montejo mætti í viðtal við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Fjölni.

„Þetta var tilfinningaþrungið fyrir mig, þegar leikurinn var búinn grét ég næstum því. Eftir allan tímann hér að enda þetta á þennan hátt er mér mjög mikilvægt," sagði Montejo.

„Þetta var minn síðasti leikur fyrir Þór og líklega síðasti leikurinn minn á Íslandi. Ég hef notið mín hér en mér finnst vera kominn tími á að fara heim til Spánar og spila þar."

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
7. umferð: Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
6. umferð: Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
5. umferð: Kyle McLagan (Fram)
4. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)


Kvaddi með þrennu og þakkar allri Þórsfjölskyldunni fyrir - „Tilfinningaþrungið fyrir mig"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner