Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. júlí 2021 14:15
Fótbolti.net
Bestur í 10. umferð - Sá er að njóta sín í Sambamýri
Lengjudeildin
Albert Hafsteinsson.
Albert Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þrenna frá manninum. Það þarf ekkert að segja neitt meira," skrifaði Arnar Daði Arnarsson, fréttaritari Fótbolta.net, í skýrslu um 4-3 sigur Fram gegn Kórdrengjum. Hann valdi Albert Hafsteinsson, leikmann Fram, mann leiksins.

Albert hefur verið frábær á tímabilinu, alls verið valinn fimm sinnum í lið umferðarinnar og er í annað sinn leikmaður umferðarinnar.

Sjá einnig:
Úrvalslið 10. umferðar Lengjudeildarinnar

Hann fór með himinskautum í Sambamýri í gærkvöldi og naut sín til hins ítrasta. Framarar hafa verið langbestir í Lengjudeildinni og eru tíu stigum fyrir ofan þriðja sætið.

Í Innkastinu er talað um að þetta hafi einfaldlega verið einn af bestu fótboltaleikjum sumarsins.

„Albert var gjörsamlega á eldi. Sá er að njóta sín í þessu Framliði og þessum Frambolta. Þegar lið eru með jákvæðan leikstíl, ef svo má orða, þá nýtur hann sín fáránlega vel," segir Elvar Geir Magnússon.

„Án þess að taka neitt af öðrum leikmönnum Fram er Albert frábær. Þetta er leikmaður sem nánast öll lið í efstu deild gætu notað eins og hann er að spila. Hann væri búinn að vera oftar en fimm sinnum í liði umferðarinnar ef hann hefði ekki misst út vegna meiðsla," segir Sæbjörn Steinke.

„Þetta er langbesta liðið í deildinni, þeir eru bara komnir upp og ekkert að fara að stöðva þá í því. Albert er að skellihlæja að þessari deild. Hann er ekkert sniðinn í þetta Skagalið eins og staðan er núna en þegar lið eru með öðruvísi leikstíl þá er hann draumaleikmaður til að hafa í sínu liði. Það er svo góð blanda í þessu Framliði," segir Gunnar Birgisson.

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
9. umferð: Kairo Edwards-John (Þróttur)
8. umferð: Alvaro Montejo (Þór)
7. umferð: Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
6. umferð: Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
5. umferð: Kyle McLagan (Fram)
4. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Innkastið - Úrvalslið 1-11 og einn af leikjum ársins
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner