Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 18. júlí 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeildarfélög skoða Marvin Darra - Castillion til Íslands?
Lengjudeildin
Marvin Darri.
Marvin Darri.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Castillion.
Castillion.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marvin Darri Steinarsson er smakvæmt heimildum Fótbolta.net eftirsóttur af félögum í Lengjudeildinni. Marvin hefur verið hjá Vestra undanfarin ár en fékk leyfi til að finna sér nýtt lið í glugganum þar sem hann er að fara í skóla í Reykjavík.

Hann hefur m.a. verið orðaður við Aftureldingu.

Hann kom öflugur inn í markið hjá Vestra í fyrra þegar liðið náði að vinna sér sæti í Bestu deildinni. Marvin er fæddur árið 2001 og hefur leikið með Skallagrími, Kára, Víkingi Ólafsvík og Vestra í meistarafloki.

Aftur til Íslands?
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá eru líkur á því að hollenski framherjinn Geoffrey Castillion spili á Íslandi út tímabilið. Castillion vill koma til Íslands og spila. KFA í 2. deildinni hefur verið nefnt sem mögulegur kostur fyrir hann.

Castillion er 33 ára og lék með Víkingi, FH og Fylki tímabilin 2017-19. Hann skoraði þá 28 mörk í 53 leikjum í efstu deild.

Hann fór í æfingaferð með Grindavík fyrir síðasta tímabil en varð þá fyrir því óláni að slíta hásin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í leik með Víkingi
Athugasemdir
banner
banner
banner