Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 18. ágúst 2019 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö töp í röð hjá Ara Frey - Samúel spilaði í stórsigri
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir KV Oostende þegar liðið tapaði sínum öðrum leik í röð í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

KV Oostende heimsótti Gent og þar var niðurstaðan 2-0 sigur heimamanna. Bæði mörkin komu snemma í seinni hálfleiknum.

Svekkjandi fyrir Oostende sem er með sex stig eftir fjóra leiki. Liðið tapaði gegn Club Brugge í síðustu umferð, en liðið hafði unnið Anderlecht og Cercle Brugge í fyrstu tveimur leikjunum.

Ari Freyr, sem er 32 ára, hefur verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár. Hann gekk í raðir Oostende frá Lokeren fyrir þetta tímabil.

Samúel Kári lék í stórsigri
Í norsku úrvalsdeildinni lék Samúel Kári Friðjónsson allan leikinn fyrir Viking er liðið burstaði Strømsgodset í kvöld.

Staðan var 2-0 í hálfleik og í seinni hálfleiknum bættu Samúel Kári og félagar við tveimur mörkum til viðbótar. Lokatölur 4-0 fyrir Viking sem er í sjöunda sæti með 25 stig. Strømsgodset er á botninum með 13 stig.

Sjá einnig:
Arnór Ingvi með sannkallaðan stórleik í endurkomunni
Athugasemdir
banner
banner