Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. ágúst 2019 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi með sannkallaðan stórleik í endurkomunni
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Rakel Pétursdóttir.
Anna Rakel Pétursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi Traustason átti stórkostlegan leik þegar hann sneri aftur í lið Malmö eftir meiðsli. Hann var í byrjunarliði Malmö sem mætti Falkenberg á sínum heimavelli.

Arnór lagði upp mark fyrir Markus Rosenberg í fyrri hálfleiknum og í seinni hálfleiknum skoraði hann tvennu. Algjörlega frábær leikur hjá honum.

Arnór lék allan leikinn, en hann var að byrja sinn fyrsta leik síðan hann meiddist fyrir mánuði síðan. Framundan eru landsleikir í næsta mánuði gegn Moldavíu og Albaníu sem Arnór Ingvi verður væntanlega með í.

Malmö er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, eins og Djurgården sem er í öðru sæti og á leik til góða.

Sjá einnig:
Svíþjóð: Kolbeinn tapaði - Gummi í sigurliði

Kristianstad tapaði - Anna Rakel spilaði allan leikinn
Í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð tapaði Kristianstad 2-0 á útivelli gegn Göteborg. Göteborg er í öðru sæti deildarinnar, en Kristianstad er í sjötta sæti.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad og voru Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir báðar í byrjunarliði Kristianstad.

Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn fyrir Linköping í 2-1 sigri á Vittsjö. Sigurmark Linköping kom á 82. mínútu leiksins. Liðið er í fjórða sæti með 25 stig, eins og Vittsjö.

Óvænt jafntefli hjá Mikael og félögum
Það voru fjórir leikir í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland sem gerði óvænt jafntefli gegn Hobro á heimavelli.

Hobro náði forystunni með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Varnarmaðurinn Erik Sviatchenko jafnaði fyrir Midtjylland í uppbótartíma. Mikael fór af velli á 86. mínútu.

Midtjylland er í öðru sæti með 16 stig. Í þriðja sæti eru Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby með 13 stig. Hjörtur var í banni í dag þegar Bröndby vann 2-1 sigur gegn Álaborg.

Eggert Gunnþór Jónsson lék síðustu 10 mínúturnar í skemmtilegum leik Silkeborg og SönderjyskE. Leikurinn endaði 3-3. Eggert og félagar í SönderjyskE eru í fimmta sæti með níu stig.

Arnór skoraði úr vítaspyrnu og Matti lagði upp
Það voru einnig nokkrir leikir að klárast í norska boltanum, í norsku úrvalsdeildinni og norsku 1. deildinni.

Arnór Smárason skoraði fyrir Lilleström úr vítaspyrnu á 11. mínútu er Lilleström gerði 1-1 jafntefli gegn Tromsö. Fjórða mark Arnórs á tímabilinu. Lilleström er í tíunda sæti með 22 stig.

Matthías Vilhjálmsson lagði upp mark Vålerenga í 1-2 tapi á heimavelli gegn Haugesund. Svekkjandi tap fyrir Vålerenga sem missti frá sér forskotið í seinni hálfleiknum og tapaði leiknum. Vålerenga er í sjötta sæti með 26 stig.

Í norsku 1. deildinni vann Start 2-0 sigur gegn Tromsdalen. Aron lék allan leikinn fyrir Start og er Jóhannes Þór Harðarson þjálfari liðsins. Start er í öðru sæti með 38 stig, níu stigum á eftir öðru Íslendingaliði, Álasund.
Athugasemdir
banner
banner
banner