Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. ágúst 2019 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður Sanchez reynir að koma honum til Inter
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Alexis Sanchez er í Englandi að ræða við Manchester United fyrir hönd Inter. Þetta segir Sky á Ítalíu.

Inter vill fá hinn þrítuga Sanchez á láni með möguleikann á því að kaupa hann svo. Sanchez er sjálfur sagður spenntur fyrir þessum möguleika.

Antonio Conte, þjálfari Inter, vill bæta við öðrum framherja í leikmannahóp sinn. Á dögunum gekk Inter frá kaupum á Romelu Lukaku frá Manchester United.

Edin Dzeko var á óskalista Inter en hann ákvað að framlengja við Roma.

Inter þarf því að leita annað. Ásamt Sanchez þá lítur Inter einnig hýru auga til Fernando Llorente, Ante Rebic hjá Eintracht Frankfurt, Timo Werner hjá RB Leipzig og Arkadiusz Milik hjá Napoli.

Sanchez hefur lítið getað fyrir Manchester United frá því hann kom til félagsins frá Arsenal í janúar 2018.

Á föstudag sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, að hann reiknaði ekki með því að Sanchez myndi fara.
Athugasemdir
banner
banner
banner