Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 18. nóvember 2021 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Minnir á þegar Jordan snéri aftur og spilaði fyrir Wizards
Dani Alves
Dani Alves
Mynd: EPA
Enric Masip, sérstakur ráðgjafi Barcelona, segir að endurkoma Dani Alves til félagsins minni óneitanlega á þegar Michael Jordan snéri aftur í NBA-deildina með Washington Wizards árið 2001.

Alves skrifaði í gær undir samning við Barcelona út leiktíðina með möguleika á að framlengja um annað ár.

Brasilíski hægri bakvörðurinn er einn sigursælasti leikmaður félagsins en liðið var það besta í heiminum og tókst honum að vinna 23 bikara með félaginu.

„Það er í hlutverki þjálfarana að mynda sér skoðanir. Alves hefur unnið flesta titla í sögunni og getur hjálpað inn á vellinum en einnig smitað ungu leikmennina með hugarfari sínu," sagði Masip.

„Hann kemur á frjálsri sölu og er með tilgang. Hann kom til að hjálpa og það er ekki eins og við höfum fengið mann sem er í besta leikforminu."

„Sumir hlutir eru teknir úr samhengi. Það er ekki mikið svigrúm til að fá leikmenn inn og hann kostar okkur ekki neitt. Gavi, Nico Gonzalez, Yusuf Demir og Eric Garcia eru allir mikilvægir."

„Eldmóðurinn sem Alves kom með inn í liðið kom mér á óvart svipað og þegar Michael Jordan snéri aftur í NBA-deildina með Washington Wizards. Það er mjög gott,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner