Jökull Andrésson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net í viðræðum við FH um samning. Hann er þessa stundina samningslaus eftir að hafa fengið samningi sínum við Reading rift.
Hann kom á láni til Aftureldingar frá Reading í sumar og hjálpaði uppeldisfélaginu að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Hann kom á láni til Aftureldingar frá Reading í sumar og hjálpaði uppeldisfélaginu að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Markvörðurinn var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni og hefur verið sterklega orðaður við endurkomu í Mosfellsbæinn. Hann er með samningstilboð frá Aftureldingu og FH ætlar sér að taka þátt í baráttunni.
Jökull er 23 ára og á að baki einn A-landsleik. Hann á einnig að baki sjö leiki fyrir yngri landsliðin. Hann er eins og fyrr segir uppalinn hjá Aftureldingu en fór ungur að árum til Reading þar sem hann hefur verið samningsbundinn síðustu ár.
Þeir Sindri Kristinn Ólafsson og Daði Freyr Arnarsson komu báðir við sögu hjá FH á liðnu tímabili. Markverðirnir eru báðir með samning við FH sem gildir út næsta tímabil.
Athugasemdir