Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 19. janúar 2022 23:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo mun skilja þetta þegar hann verður þjálfari
Mynd: Getty Images
Man Utd vann Brentford 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Staðan var 2-0 þegar Ralf Rangnick stjóri liðsins ákvað að taka Cristiano Ronaldo af velli.

Ronaldo var ekki ánægður með það en Rangnick sagðist ekki ætla gera sömu mistökin aftur.

„Þegar við skoruðum þriðja markið var hann ekki sáttur en hann var bara að koma til baka eftir meiðsli. Ég var ánægður að hafa hann klárann í leikinn í kvöld. Ég sagði honum að við vorum 2-0 yfir og við verðum að læra af Villa Park."

„Eftir þann leik var ég reiður við sjálfan mig fyrir að breyta ekki í fimm manna vörn. Í dag kom sama staða upp og ég vildi ekki gera sömu mistök aftur. Cristiano, þú ert 36 ára og í frábæru formi, en þegar þú verður þjálfari þá munt þú skilja þetta. Vinnan mín er að taka ákvarðanir til að hjálpa liðinu og ég vona að hann sjái það."

Athugasemdir
banner
banner
banner