Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 19. febrúar 2020 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Miklir yfirburðir hjá Man City gegn West Ham
Manchester City 2 - 0 West Ham
1-0 Rodri Hernandez ('30 )
2-0 Kevin de Bruyne ('62 )

Manchester City hafði mikla yfirburði gegn West Ham þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið var á Etihad-vellinum í Manchester.

Þessi leikur átti upphaflega að fara fram fyrr í þessum mánuði en var frestað vegna ofsaveðurs á Bretlandseyjum.

Um var að ræða fyrsta leik City eftir að félagið fékk tveggja ára bann frá UEFA fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi. Félagið áfrýjar þeim dómi.

Leikmenn Man City komu vel stemmdir til leiks og vorum með tök á leiknum frá upphafi til enda. Fyrsta mark leiksins kom á 30. mínútu og þá skoraði Rodri eftir hornspyrnu Kevin de Bruyne. Staðan var 1-0 í hálfleik og West Ham því enn inn í leiknum.

West Ham gerði hins vegar ekki mikið til að jafna leikinn. Á 62. mínútu skoraði rosalega hæfileikaríki miðjumaðurinn, Kevin de Bruyne, og kom City í 2-0.

Úrslitin voru ráðin og ekki fleiri mörk skoruð. Lokatölur 2-0 fyrir Manchester City sem er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 22 stigum frá toppliði Liverpool. Lærisveinar David Moyes eru í fallsæti, einu stigi frá öruggu sæti. Það eru 12 umferðir eftir af ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir