Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mán 19. febrúar 2024 08:15
Elvar Geir Magnússon
Hodgson á góðum batavegi en mun missa starfið
Mynd: EPA
Daily Mail greinir frá því að Roy Hodgson sé á góðum batavegi eftir að hafa veikst þegar hann var að stýra æfingu Crystal Palace fyrir helgi.

Hodgson er 76 ára og er aldursforseti stjóra ensku úrvalsdeildarinnar.

Palace á mikilvægan leik gegn Everton í kvöld og er ekki búist við því að Hodgson verði á hliðarlínunni en einhverjar sögusagnir hafa verið í gangi um að hann hafi sagst vera klár í að stýra Palace í leiknum.

Palace var þegar byrjað í því ferli að skipta um stjóra þegar Hodgson hneig niður á æfingasvæðinu á föstudag, fyrir framan leikmenn sína og starfslið.

Enskir fjölmiðlar segja frágengið að Oliver Glasner, Austurríkismaður sem stýrði Wolfsburg og Eintracht Frankfurt, taki við liðinu.

Ef Hodgson hefði ekki veikst skyndilega væri mögulega búið að tilkynna formlega um brottrekstur hans.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner