Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   lau 19. apríl 2025 11:10
Brynjar Ingi Erluson
Svona er forgangsröðun Wirtz - Eltir hann þjálfarann?
Florian Wirtz
Florian Wirtz
Mynd: EPA
Þýska blaðið Bild hefur greint frá forgangsröðun Florian Wirtz komi það til þess að hann verði seldur frá Bayer Leverkusen í sumarglugganum.

Wirtz, sem er 21 árs gamall, er samningsbundinn Leverkusen til 2027 og hefur faðir hans þegar sagt að leikmaðurinn muni virða samninginn og vera áfram í að minnsta kosti eitt tímabil til viðbótar.

Hingað til hafa fjölmiðlar sagt að Manchester City leiði kapphlaupið um þýska landsliðsmanninn en Bild heldur öðrum fram og hefur nú sagt frá því hvernig forgangsröðun leikmannsins lítur út.

Samkvæmt blaðinu er Real Madrid í efsta sæti. Hann gæti elt Xabi Alonso, þjálfara Leverkusen, sem hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna.

Alonso hefur lítið viljað tjá sig um framtíðina en útlit er fyrir að þetta verði síðasta tímabil Carlo Ancelotti eftir að Real Madrid var kastað úr Meistaradeildinni.

Man City er í öðru sæti listans og síðan kemur Bayern München í þriðja sæti.

Síðustu ár hefur Wirtz verið einn af bestu leikmönnum Þýskalands en hann hefur komið að 119 mörkum í 192 leikjum með Leverkusen frá því hann gekk í raðir félagsins frá Köln fyrir fimm árum.
Athugasemdir
banner