Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 19. maí 2021 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Tottenham að missa af Evrópu? - Everton vann
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Merkileg úrslit litu dagsins ljós í fyrstu þremur leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham tapaði heimaleik í Evrópubaráttunni á meðan Everton vann.

Steven Bergwijn kom Tottenham yfir gegn Aston Villa með glæsilegu marki en Sergio Reguilon skoraði skrautlegt sjálfsmark nokkru síðar og staðan 1-1.

Aston Villa var betra liðið út fyrri hálfleik og tók forystuna með marki frá Ollie Watkins, sem skoraði eftir góða pressu hjá Bertrand Traore.

Seinni hálfleikurinn var nokkuð jafn þar sem bæði lið fengu færi en inn vildi boltinn ekki og lokatölur 1-2. Tottenham er með 59 stig fyrir lokaumferðina.

Tottenham 1 - 2 Aston Villa
1-0 Steven Bergwijn ('8 )
1-1 Sergio Reguilon ('20 , sjálfsmark)
1-2 Ollie Watkins ('39 )

Gylfi Þór Sigurðsson var þá í byrjunarliði Everton gegn Úlfunum. Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik og voru heimamenn betri eftir leikhlé.

RIcharlison skoraði skömmu eftir leikhlé og virtist sigurinn ekki í hættu. Everton verðskuldaði stigin og er jafnt Tottenham og West Ham á stigum í 6-8. sæti úrvalsdeildarinnar.

Joe Willock skoraði þá eina mark leiksins í sigri Newcastle gegn Sheffield United.

Willock er hjá Newcastle að láni frá Arsenal og hefur þessi efnilegi miðjumaður skorað í sex úrvalsdeildarleikjum í röð.

Everton 1 - 0 Wolves
1-0 Richarlison ('48 )

Newcastle 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Joseph Willock ('45 )

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner
banner