Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   mið 19. maí 2021 11:13
Elvar Geir Magnússon
Ólsarar óánægðir með aganefndina - „Halda sig við kolranga ákvörðun"
Emmanuel Eli Keke.
Emmanuel Eli Keke.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Oddur Hafliðason dæmdi leikinn í Ólafsvík.
Gunnar Oddur Hafliðason dæmdi leikinn í Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Aganefnd KSÍ dæmdi Emmanuel Eli Keke, leikmann Víkings Ólafsvík, í tveggja leikja bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni á föstudaginn.

Ólsarar eru alls ekki sáttir við niðurstöðu aganefndarinnar og segja að rangur leikmaður hafi verið rekinn af velli.

„Bæði leikmenn og þjálfarar beggja liða auk áhorfenda sáu það nokkuð greinilega að dómarar leiksins ráku ekki réttan mann af velli. Dómararnir virtust ekki sammála um það úti á vellinum hvernig bregðast ætti við í málinu en að lokum tóku þeir ákvörðun sem að okkar mati er kolröng," segir Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvíkur.

„Dómarar geta auðvitað gert mistök eins og við allir en það sem við erum fyrst og fremst óánægðir með er sú staðreynd að aganefndin haldi rauða spjaldinu þrátt fyrir greinagerð félagsins og myndbandsupptöku af atvikinu."

Dómararnir töldu að Keke hefði hrint andstæðingi en Ólsarar segja að það hafi verið markvörður liðsins, Konráð Ragnarsson. Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.

En af hverju fær Keke tveggja leikja bann?

„Í úrskurði aganefndar er talað um að bannið sé tveir leikir vegna ofsalegrar framkomu. Ég hreinlega veit ekki hvort þeir séu þar að tala um brotið sem hann framdi ekki eða óánægjuna sem fylgdi því að vera rekinn af velli fyrir brot sem hann framdi ekki."

„Í skýrslu dómara er tekið fram að leikmaðurinn hafi verið meira en eina mínútu að koma sér af vellinum og látið einhver misfalleg orð flakka. Auðvitað eiga leikmenn að sýna háttsemi á vellinum og virða dómarann eins og aðra þátttakendur leiksins en að sama skapi skil ég óánægju leikmannsins ákaflega vel þar sem hann fékk að gjalda fyrir mistök dómarateymisins," segir Þorsteinn.

Ólafsvíkurliðið fer illa af stað í Lengjudeildinni og hefur tapað báðum leikjum sínum. Liðið mætir Kórdrengjum á föstudagskvöld. Keke verður í banni í þeim leik og einnig gegn ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner