Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 19. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lieke Martens til PSG (Staðfest) - Börsungar ósáttir
Lieke Martens.
Lieke Martens.
Mynd: Getty Images
Það var tilkynnt núna um helgina að hollenski kantmaðurinn Lieke Martens væri búin að ganga frá samningi við Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Martens hefur verið lykilmaður í ógnarsterku liði Barcelona undanfarin ár en tekur sér núna nýja áskorun.

Samkvæmt spænska fjölmiðlinum Diario Sport eru Börsungar mjög ósáttir við það hvernig Martens kom fram áður en skiptin voru tilkynnt. Hún sagðist ætla að skrifa undir nýjan samning en svo hætti hún að svara símtölum og endaði á því að fara til PSG á frjálsri sölu.

Samband Martens og Barcelona endaði ekki vel, en hún hefur verið stór póstur í stórkostlegum árangri síðustu ára.

Núna mun hún hjálpa PSG að vinn titla en félagið byrjaði nýlega að leggja meiri fjármuni og metnað í kvennalið sitt.

Martens er í hollenska landsliðinu sem er með Íslandi í riðli í undankeppni HM. Ísland og Holland eru að berjast um efsta sæti riðilsins og munu mætast í hreinum úrslitaleik seinna á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner